Confirm domain ownership
top of page
Search

Hreyfing er lykill að vellíðan

AUKIN HREYFING, HVERNIG?



Aukin hreyfing til að koma sér á milli staða

Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að hvíla einkabílinn eins og kostur er og velja ferðamáta sem felur í sér hreyfingu s.s. að ganga, hjóla eða gönguskíði.


Aukin hreyfing í tengslum við vinnu, skóla og önnur störf

Forðumst langvarandi kyrrsetu. Stöndum reglulega upp og teygjum úr okkur. Veljum að ganga stiga í staðinn fyrir að taka lyftu. Nýtum t.d. hádegishlé og/eða önnur hlé til hreyfingar. Röskar gönguferðir þurfa t.d. ekki að taka langan tíma, kosta ekkert og geta boðið upp á skemmtilega samveru með félögum.


Aukin hreyfing í frítíma

Mikilvægt er að vera meðvitaður um að takmarka þann tíma sem eytt er í afþreyingu eins og t.d. fyrir framan skjá s.s. tölvur, sími og sjónvarp. Þannig ætti að skapast meira svigrúm til afþreyingar sem felur í sér hreyfingu.


Ódýrt og einfalt á eigin vegum

Nýttu þitt nánasta umhverfi, vertu vakandi fyrir því sem fyrir augum ber og að njóttu þess að vera í núinu. T.d. ganga á stígum, í görðum, í fjörum og á fjöll.

Klæðnaður

Gott er að hafa í huga að þægilegur klæðnaður eykur líkurnar á að þú hreyfir þig meira. Hafða allan klæðnað og búnað aðgengilegan og í þannig ástandi að þú getir klætt þig í og gripið hluti með þér á 10 sek.


Gangi þér vel!

28 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page