Confirm domain ownership
top of page
Search

Hvernig mælir maður líðan?


Vellíðan:

Þegar þér líður vel, þá fer það ekkert á milli mála. Þú ert afslappaður, í góðu jafnvægi, glaður og bjartsýnn. Orkutankurinn er nokkurn vegin fullur og þú leysir verkefnin þín vel úr hendi.


Líkamleg einkenni:

Ef þú ferð að finna fyrir vinnutengdri streitu sem myndast þegar kröfur í starfi eru umfram getu og eigin stjórn þá getur þú farið að finna fyrir líkamlegum einkennum eins og vöðvabólgu, stoðkerfisverkjum, höfuðverk og svima, doða í útlimum, fölleika í húð, hárlosi, svita í lófum, svitaköst og fleira. Hér eru alvarlegar aðvörunarbjöllur farnar að klingja og þú verður að bregðast við.


Andleg einkenni:

Ef þú bregst ekki við aðvörunarbjöllum hér að ofan þá getur þú farið að þróa með þér andleg einkenni. Mikil streita getur komið fram í auknum hjartslætti, hnút í maga, þyngsli fyrir brjósti og grynnri öndun. Þú ferð jafnvel að finna fyrir reiði, ótta, depurð og andúð.

Hugurinn er í ójafnvægi og minnið fer að bregðast. Meltingarkerfið getur farið í hnút og svefn verður slitróttur.


Vítahringur:

Langvarandi streita og stress ástand kemur fram í hegðun. Þú gætir farið að draga úr því að gera það sem er þér nauðsynlegt eins og að hreyfa þig, sofa vel, hvíla þig og hitta vini og kunningja. Maður dregur sig í hlé, fer að sofa illa sem hraðar ferlinu niður á við vegna þess að svefn og hreyfing skipta miklu máli fyrir geðheilsuna.

Svo dettur öll rútína niður, þú ferð að borða óreglulega og óhollt, drekkur meira kaffi sem spennir þig enn meira upp og áfengisneysla eykst jafnvel til að reyna að deyfa þessi óþægindi niður.


Hvað er til ráða?

Því fyrr sem þú bregst við aðvörunarbjöllunum því betra. Finndu rótina að vandanum, settu þér raunhæf markmið, hreyfðu þig reglubundið, gerðu hléæfingar, borðaðu meira af innihalds- og næringarríkari fæðu og tryggðu að þú fáir lengri svefn.

Nýttu páskana meðal annars í að endurhlaða batteríin. Njóttu frísins með fjölskyldu og vinum. Með hækkandi sól og aukinni birtu er ekkert annað í boði en nýtt upphaf, hlý orka, skrúfa upp sjálfsöryggið og láta sér líða vel!

Gleðilega páska.
41 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page