Confirm domain ownership
top of page
Search

Mánaðarmóta heit!

Þetta ætlar þú að gera í lok hvers mánaðar :)





Um síðustu mánaðarmót gerði ég mér "Áramótaheit"

Huga betur bæði að andlegri og líkamlegri heilsu.

Mín þrjú lykilorð eru:

Hreyfing

Næring

Streita


En áramótaheit geta oft verið erfið þegar maður setur sér óraunhæf markið. Held ég þetta út fram að næstu áramótum?!


Dæmigert:

Ég ætla að fara út að hlaupa 3 x í viku eða fara í ræktina alla morgna kl. 6

Ég ætla að hætta að borða sykur og kolvetni

Ég ætla að ná 8 tíma svefni.


Nú stöndum við frammi fyrir fyrstu mánaðarmótum á nýju ári!

Hversu margir skyldu hafa staðið við áramótaheitin fram að þessu ?


Það er svo gott að staldra við - taka einn mánuð í einu og skoða í bakspegilinn.

Hvað gerði ég gott, hvað get ég gert betur!


GERUM OKKUR MÁNAÐARMÓTAHEIT

HREYFING

Góðir hlutir gerast hægt. Setjum okkur raunhæf markmið fyrir hvern mánuð fyrir sig.

Kaupum okkur t.d. mánaðarkort í ræktinni og sjáum hversu dugleg við erum. Skoðum tímatöfluna sem er í boði.

Setjum inn í dagbókina okkar t.d. fjóra tíma í viku; Yoga mán og mið og Styrkur og þol þrið og fim. Ef vel gengur, þá fjárfestum við næst í 3ja mánaða korti og því næst árskorti.

Gerum hreyfingu að góðum vana sem nærir okkur og verður að eðlilegum lífsstíl.

NÆRING

Myndum góð tengsl við næringu og matarvenjur okkar.

Fjarlægjum úr skápum og hyrslum þann mat sem við vitum að eru að búa til slæma samvisku. Við tökum sem dæmi kex, snakk og sælgæti í burtu og búum okkur þess í stað til aðlaðandi umhverfi og aðgengi í eldhússkúffum og skápum í staðinn.

Hnetur, rúsínur, dökkt súkkulaði, ávextir, grænmeti og hollar bökunarvörur verða sýnilegri, sem og allt það sem við viljum setja t.d. í blandarann okkar eins og avócadó, banani, hnetusmjör, döðlur, kókos, melóna, mangó, pera, hörfræ oþh.


STREITA

Fara fyrr að sofa og drekka meira vatn.

Svefn ásamt vatni, lofti og næringu er forsenda heilbrigðis. Mikilvægi svefns kemur greinilega í ljós við svefnskort. Svefnskortur veldur þreytu, sífelld þreyta veldur streitu. Saman valda þreyta og streita meiri spennu sem hefur lamandi áhrif á ónæmiskerfið sem veldur því að við erum verr varin fyrir nær öllum sjúkdómum.


Ert þú búin að líta um öxl og skoða hvernig þér gekk í janúar. Getur þú gert eitthvað enn betur í febrúar? Gangi þér vel!

39 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page