Confirm domain ownership
top of page
Search

Neföndun - hvað er það?

Öndun er ekki eitthvað sem þú lærir heldur er stjórnað af sjálfvirka taugakerfinu. Þú getur andað á tvenna vegu, með munninum og með nefinu.


Hver er munurinn á að nota munnöndun og neföndun? Þegar þú notar munninn ert þú líklegri til að beita svo kallaðri grunnöndun, sem oft er kölluð stressöndun. Af hverju? jú af því að þá ert þú EKKI að nota þindina og millirifjavöðvar geta orðið stífir.


Þegar þú andar í gegnum nefið virkjar þú þindina og ferð að beita svokallaðri djúpöndun. Með neföndun hreinsar þú líka út alls konar aðskotahluti í loftinu í innönduninni.


Hver er ávinningurinn af neföndun?

Neföndun örvar "parasympathetíska" taugakerfið sem hjálpar þér að slaka á, hægir á hjartslætti og lækkar blóðþrýsting. Sem sé stuðlar að streitulosun.


Fari öndun meira fram í gegnum nef en munn mun aukið súrefnismagn skila sér til heilans sem bætir einnig blóðflæði líkamans í leiðinni. Súrefni er eins og bensín fyrir heilastarfsemina og eykur orku, minni og einbeitingu til muna. Neföndun hefur þannig

áhrif á gildi koltvíoxíð (CO2) í lungunum og blóðinu. Eðlilegt magn af CO2 sér til þess að nægilegt súrefni komist til heila og annara vefja í líkamanum.


Prófaðu einfalda æfingu: Þú getur prófað á sjálfum þér. Leggðu aðra hönd á bringu og hina yfir kviðinn.

Ef höndin á bringunni lyftist upp þegar þú dregur inn andann, en ekki hin höndin þá ertu að öllum líkindum ekki að anda eðlilega.


Önnur æfing:

1. Lokaðu munninum og haltu honum lokuðum allan tímann á meðan æfingunni stendur.

2. Staðsettu þumalfingur og vísifingur utan um sitt hvora nasaholuna.

3. Þrýstu svo þumalfingri fyrir aðra og drgaðu andan að þér.

4. Um leið og þú blæst frá, losaðu þá þumalfingurinn frá en lokaðu fyrir hina með vísifingri.

5. Endurtaktu nokkrum sinnum þar til þú ert farin að anda djúpt, hægt og rólega.


Sumir ganga það langt í æfingunni að þeir teipa fyrir munninn fyrir svefninn.

Andaðu með nefinu og uppskerðu betri heilsu!

Eðlileg öndun fyrir fullorðinn einstakling er 8-10 andardrættir á mínútu í hvíld, inn og út um nefið og út frá þindinni.


Andardrátturinn á einnig að vera hljóðlátur.

Ef andardrátturinn heyrist þá er það merki um óskilvirka öndun.


Vertu dugleg/ur að æfa þig :)

109 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page