BARA stuðningspúði - Epli
- Eplið frá Bara er fjölnota stuðningspúði sem styður við líkamann á marga vegu og nýtist bæði til iðju og til hvíldar.
- Eplinu er sérstaklega ætlað að vera stuðningur undir framhandleggina næst líkamanum þegar setið er og unnið með höndunum. Þannig léttir eplið álag á herðar og bak.
- Púðinn er vinsæll við ýmsa handavinnu og rannsóknir sýna að hægt er að minnka vöðvaspennu með því að nota hann sem stuðning undir framhandleggina við tölvuvinnu.
- Í innri hring púðans er teygja sem hægt er að draga saman svo þétt að hann klemmist utan um bolinn og það er jafnvel hægt að standa með hann þannig.
Ítarlegri upplýsingar um eplið
Efni:
Eplið er gert úr vönduðu áklæðisefni með teflonvörn (80% Polyester og 20% Bómull).
Efnið er mjúkt viðkomu og teflon-húðin gerir það einfalt að þrífa og fjarlæga bletti.
Það er rennilás á púða-verinu svo hægt er að setja það eitt og sér í þvottavél.
Innra-byrði púðans er úr 100% bómull.
Fylling
Fylling í púðanu eru örlitlar tregbrennanlegar polystyrene perlur sem veita þéttan stuðning og rýrna lítið.
Hægt er að taka úr eða bæta í fyllinguna eftir þörfum, þar sem rennilás er á innra-verinu.
Þvottaleiðbeiningar
Eplið er gert úr vönduðu áklæðisefni með teflonvörn.
Það má þvo ytra byrði púðans á 30°C á mildu þvottaprógrammi og þvottaefnið þarf að vera án bleikiefna. Einnig er hægt að setja púðaverið í hreinsun.
Ekki má setja púðaverið í þurrkara.
Litir
Eplið er til í þremur litum: rauðu, gráu og brúnu.
Þyngd og stærð
Eplið er um 700 g að þyngd, sem gerir það létt og meðfærilegt.
Stærð púðans eins og honum er stillt upp er u.þ.b. 45 x 40 x 15 cm (Hæð x Breidd x Dýpt)