top of page

Vinnuheilsa sérhæfir sig í heilsueflingu á vinnustöðum með áherslu á rétta líkamsbeitingu og líkamlega & andlega vellíðan í starfi.
Vinnuheilsa starfar með fyrirtækjum, stofnunum og skólum um allt land bæði með heimsóknum á staðinn og með stafrænum lausnum.
Markmið þjónustunnar
-
felst í því að starfsfólk læri að stilla vinnuaðstöðu sína
-
læri sjálfbæra líkamsbeitingu sem dregur úr stoðverkjum
Ávinningur
-
byggja upp sterkan og afkastamikinn hóp starfsmanna
- minnka kostnað vegna fjarvista og veikindadaga
Þjónustan styður við heilsueflingu og vinnuvernd á vinnustöðum af öllum stærðum og gerðum.
Þjónustuflokkar
Heildræn þjónusta fyrir heilsueflandi vinnustaði
Við sérhæfum okkur í að efla starfsumhverfi og vellíðan með úttektum, markvissri fræðslu og sérhönnuðum lausnum – bæði á staðnum og í gegnum stafræna miðla.
Hér fyrir neðan má sjá þjónustuflokka Vinnuheilsu:





Vinnustaðaúttekt
Fyrirlestrar
Námskeið
Kennslumyndbönd
Sérsniðin fræðsla

Vinnustaðaúttekt
Vantar fagaðila til að framkvæma vinnustaðaúttekt?
Stjórnendur fyrirtækja átta sig sífellt betur á mikilvægi góðs starfsumhverfis,
bæði fyrir starfsánægju og vellíðan starfsmanna.
Vinnustaðaúttekt er öflug leið til að greina áhættuþætti í vinnuumhverfinu og finna raunhæfar úrbætur.
ÁVINNINGUR
-
Greinir áhættuþætti áður en þeir valda vandamálum
-
Stuðlar að markvissum úrbótum í vinnuumhverfi
-
Minnkar líkur á stoðkerfisvanda og fjarvistum
-
Eykur starfsgetu og vellíðan starfsmanna
-
Sýnir ábyrga og framsækna stjórnunarstefnu
Vinnustaðaúttekt – Skref fyrir skref
Vinnustaðaúttekt í fyrirtækjum og stofnunum felur í sér faglega greiningu á vinnuumhverfi starfsmanna, ásamt einstaklingsbundinni ráðgjöf um líkamsbeitingu og vinnutilhögun.
Markmiðið er að starfsfólk læri að stilla vinnuaðstöðu sína og læri sjálfbæra líkamsbeitingu sem dregur úr stoðverkjum.
Matsgreining á vinnuaðstöðu
Fagaðili metur aðstæður í samvinnu með starfsfólki.
Við skoðum og stillum:
Tölvubúnað, skrifborðsstóla, borð, tölvuskjái, lýsingu og annan búnað sem getur haft áhrif á líkamsstöðu og heilsu.
Viðeigandi ráðgjöf um léttar æfingar er veitt eftir þörfum til að draga úr verkjum og spennu í stoðkerfi.
Úrvinnsla og skýrslugerð
Að lokinni úttekt er hægt að afhenda stjórnendum skriflega samantekt með tillögum að úrbótum – ef óskað er eftir.
Bónus
Með vinnustaðaúttekt fylgja fræðslugögn sem hægt er að setja inn á innri starfsmannavef:
-
Glærusýning úr fyrirlestri
-
Rafræn handbók með hagnýtum upplýsingum
-
Hnitmiðuð og aðgengileg myndbönd
Veldu fyrirkomulag A eða B

Fyrirkomulag A:
1. Valkvæmt - 45 mín fræðslufyrirlestur: Rétt líkamsbeiting og vinnustellingar
2. 20 mín verklega sýnikennsla á starfstöð fyrir 10-15 manns í einu.
3. Eftir hópakennslu er boðið upp á einstaklingsbundna úttekt,
u.þ.b. 5 mín kennsla hjá hverjum og einum sem hafa fyrirfram skráð sig hjá mannauðsstjóra.
4. Bónus: Rafrænt hefti með hagnýtum upplýsingum, ásamt hnitmiðuðum myndböndum sem hægt verður að nálgast á innri starfsmannavef fyrirtækisins.

Fyrirkomulag B:
1. Valkvæmt - 45 mín fræðslufyrirlestur: Rétt líkamsbeiting og vinnustellingar
2. Einstaklingsmiðuð vinnustaðaúttekt. Uþb. 10-15 mín hjá hverjum og einum.
3. Bónus: Rafrænt hefti með hagnýtum upplýsingum, ásamt hnitmiðuðum myndböndum sem hægt verður að nálgast á innri starfsmannavef fyrirtækisins.

Fyrirlestrar
-
Fyrirlestarnir frá Vinnuheilsu eru hnitmiðaðir, fræðandi og hvetjandi sem endurspegla raunverulegar aðstæður í daglegu starfi.
-
Þeir eru í boði á staðnum eða í gegnum netið, og hægt er að aðlaga efnistök og lengd að þörfum hvers vinnustaðar.
-
Að jafnaði tekur fyrirlestur um 45 mínútur, með möguleika á viðbótarumræðum eða styttri útgáfum eftir þörfum.

Rétt líkamsbeiting og vinnustellingar
Fyrirlesturinn veitir skilning á mikilvægi góðrar líkamsbeitingar, sýnir dæmi um algengar rangar vinnustellingar og kennir einfaldar leiðir til að stilla vinnuumhverfið rétt – hvort sem um er að ræða skrifstofuvinnu, ræstingar, lagerstörf, færibandavinnu eða akstur. Þátttakendur fá hagnýt verkfæri og hléæfingar sem má strax nýta til að bæta líðan og minnka verki.

Verkfæri til að efla andlega heilsu og jafnvægi í vinnudegi.
Við rýnum í orsakir streitu og kulnunar, helstu viðvörunarmerki og hvernig hægt er að byggja upp seiglu og vellíðan í daglegu lífi. Fyrirlesturinn hvetur til sjálfsumhyggju og vitundarvakningar og nýtist jafnt starfsmönnum sem stjórnendum í krefjandi aðstæðum.

Sérhæfð fræðsla sem nær til þeirra sem upplifa breytingar á líkama og orku.
Við skoðum hvernig hormónabreytingar hafa áhrif á orku, svefn og andlega líðan, og hvernig vinnustaðir geta tekið mið af því í sinni heilsustefnu. Fyrirlesturinn er sérstaklega gagnlegur fyrir konur á breytingaskeiði en opinn öllum sem vilja skilja betur samspil líkama og hugar.

Heilsuhópefli á vinnustað
Hvetjandi fyrirlestur sem kveikir áhuga og virkni. Með áherslu á fjórar lykilstoðir heilsueflingar;
hreyfing, næring, svefn og andleg heilsa
– er þátttakendum sýnt hvernig einfaldar breytingar í daglegu lífi geta haft stór áhrif á heilsu og afköst.
Sérlega hentugur fyrirlestur fyrir vinnustaði sem vilja efla starfsanda og heilsulæsi starfsfólks.
Hormónabreytingar - heilsuefling
Streitustjórnun


Námskeið
-
Námskeiðin eru hönnuð með það fyrir augum að auka vellíðan í starfi.
-
Námsefni er vel útfært með skýrum markmiðum og mælanlegum árangri.
-
Námsefni nýtist bæði vel í starfi og í daglegu lífi.
Rétt líkamsbeiting og vellíðan í starfi
Markhópur:
Fyrir starfsfólk sem vill draga úr verkjum og álagi,
bæði í skrifstofustörfum, þjónustu og umönnun.
Lengd:
6 klst. (3 skipti x 2 klst. eða 4 skipti x 1,5 klst).
Markmið:
-
Auka þekkingu á líkamsbeitingu og forvörnum gegn stoðkerfisvandamálum.
-
Kenna einfaldar leiðir til að stilla vinnuumhverfi og líkamsstöðu.
-
Draga úr verkjum, auka starfsánægju og bæta lífsgæði.
Innihald:
-
Fræðsla um algeng stoðkerfisvandamál.
-
Hagnýtar æfingar fyrir háls, axlir, bak og mjaðmir.
-
Leiðbeiningar um stillingar á stólum, borðum og tækjum.
-
Stuttar daglegar hreyfivenjur sem auðvelt er að framkvæma á vinnustað.
Aðferð:
-
Fyrirlestur með myndrænni framsetningu.
-
Verklegar æfingar í hóp.
-
Sérhæfðar leiðbeiningar miðað við störf þátttakenda.

Streitulosun og sjálfsstyrking
Markhópur:
Fyrir starfsfólk sem vilja byggja upp betri heilsu og orku í daglegu starfi.
Lengd:
6 klst. (3 skipti x 2 klst. eða 4 skipti x 1,5 klst).
Markmið:
-
Veita verkfæri til að takast á við streitu og álag á uppbyggilegan hátt.
-
Auka sjálfstraust og meðvitund um eigin styrkleika.
-
Bæta líðan, svefn og orku til vinnu og daglegs lífs.
Innihald:
-
Fræðsla um eðli streitu og áhrif hennar á líkama og huga.
-
Núvitund, öndunaræfingar og slökunartækni.
-
Hagnýtar jógastöður til að draga úr spennu.
-
Tól til að skipuleggja daginn, forgangsraða og setja mörk.
-
Sjálfsstyrking: hvernig við byggjum upp jákvæðni og sjálfstraust.
Aðferð:
-
Fyrirlestrar og umræður.
-
Hópæfingar og einstaklingsverkefni.
-
Æfingar sem þátttakendur geta tekið með sér heim (vinnubók).

Lífsstílsþættir sem hafa áhrif á vinnugetu
Markhópur:
Fyrir starfsfólk sem vilja efla heilsu, bæta daglegar venjur
og auka vinnugetu.
Lengd:
6 klst. (4 skipti x 1,5 klst).
Markmið:
-
Auka meðvitund um hvernig daglegar venjur hafa áhrif á orku, einbeitingu og starfsgetu.
-
Veita hagnýt ráð og æfingar sem stuðla að betri svefni, hreyfingu, næringu og andlegri líðan.
-
Styðja þátttakendur til að þróa jákvæðar breytingar í eigin lífi sem auka bæði vellíðan og starfsgetu.
Innihald:
-
Svefn og orka til vinnu – tenging svefns við einbeitingu, minni og orku.
-
Hreyfing við vinnu og utan vinnutíma – stuttar daglegar rútínur sem bæta heilsu og einbeitingu.
-
Næring – einföld og hagnýt ráð um orkugjafa og jafnvægi í mataræði.
-
Andleg líðan – áhrif núvitundar, streitustjórnunar og jákvæðrar hugsunar.
Aðferð:
-
Fyrirlestur og umræður.
-
Stuttar hreyfi- og slökunaræfingar.
-
Hagnýtar verkefnaæfingar til að taka með heim.

Kennslumyndbönd
-
Stutt, hnitmiðuð og aðgengileg myndbönd sem styðja við góða líkamsbeitingu, vellíðan og heilsueflingu á vinnustað.
-
Myndböndin fylgja sem bónus með vinnustaðaúttektum frá Vinnuheilsu.
Hvernig nýtast myndböndin:
-
Upprifjun á kennslu sem veitt er á staðnum
-
Í innleiðingu nýrra starfsmanna
-
Í tengslum við fræðslu- og heilsudaga
-
Sem hluti af heildstæðri heilsustefnu fyrirtækisins
Skoðaðu efnisyfirlitin hér fyrir neðan:
Hægt er að versla hvaða flokk sem er - og/eða blanda flokkum saman og keyra þau inn á fræðslugátt eða innra vefsvæði þíns fyrirtækis.
MYNDBAND FYRIR ÞIG - 1s mín HLÉÆFING


A. Almenn fræðsla (20 mínútur)
Kafli A fylgir kafla B, C & D.
Kjarnaupplýsingar um líkamann, líkamsstöðu og hléæfingar
-
Stoðkerfið (02:35)
-
Líkamleg og andleg einkenni (02:10)
-
Stoðverkir (05:20)
-
Kannaðu líkamsstöðu þína (01:50)
-
Hléæfingar – stutt útgáfa (01:00)
-
Hléæfingar – lengri útgáfa (07:30)

B. Skrifstofan (10 mínútur)
Hagnýtar stillingar fyrir
daglega vinnu við skrifborð
-
Að stilla skrifborðsstól við borð (01:00)
-
Rafdrifið borð (01:00)
-
Lyklaborð og mús (01:00)
-
Tölvuskjáir (02:20)
-
Fótskemill (01:10)
-
Að stilla sjálfan skrifborðsstólinn (03:30)
C. Heimavinna (30 mínútur)
Hagnýtar lausnir fyrir heimaskrifstofuna
-
Eldhúsborðið og fartölvan (02:10)
-
Eldhúsborðið – lausnir (05:00)
-
Sófinn – sitjandi með fartölvu (01:10)
-
Sófinn – liggjandi með fartölvu (01:00)
-
Sófinn – spjaldtölva (00:30)
-
Sófinn – snjallsími (00:30)
-
Sófinn – lausnir (02:20)
-
Stillt stól við borð – lausnir (04:10)
-
Lyklaborð og tölvumús (03:50)
-
Tölvuskjáir (05:30)
-
Standandi við rafdrifið borð (05:00)
-
Straubretti sem hækkanlegt borð (02:20)

D. Verkleg vinna (10 mínútur)
Hagnýt ráð fyrir verklega vinnu
-
Hvað skal hafa í huga við verklega vinnu (07:20)
Svo sem hvernig er hægt að meðhöndla þungar byrðar (lyfta, ýta og toga) og beita líkamanum við einhæfa álagsvinnu. -
Léttitæki og hjálparbúnaður (03:00)

E. Búðu til þinn eigin flokk
Val um myndbönd sem hentar starfsfólki og vinnuumhverfi.
-
Við aðstoðum við að setja saman sérvalið efni sem hentar ykkar þörfum, hvort sem unnið er á
skrifstofu, í verksmiðju, við ræstingar, í flugi eða í heimavinnu.

Sérsniðin fræðsla eftir starfshópum
-
Við veitum markvissa og sérhæfða fræðslu sem tekur mið af raunverulegum aðstæðum og áskorunum hvers starfshóps. Fræðslan byggir á faglegri greiningu og hagnýtri leiðsögn sem stuðlar að bættri líkamsbeitingu, minni álagi og aukinni vellíðan á vinnustað.
-
Við aðstoðum mannauðsstjóra við að finna rétta fræðslulausn fyrir sinn starfshóp — hvort sem um ræðir stutta fyrirlestra, úttektir, vinnustofur eða stafrænar lausnir sem hægt er að nýta hvenær sem er.
Skrifstofuvinna

Áhersla er lögð á rétta líkamsbeitingu við tölvuvinnu, réttar stillingar á skrifborðsstól, borði, skjá og öðrum búnaði. Auk þess eru veittar leiðbeiningar um reglubundnar hléæfingar og áhrifaríkar aðferðir til að draga úr álagi á háls, axlir og bak.
Lagervinna
📦
Unnið með líkamsbeitingu við lyftingar, færslu á vörum, vinnu í hillu- og gólfhæð og notkun hjálpartækja. Sérstök áhersla er á að draga úr stoðkerfisálagi og auka meðvitund um stöðu líkamans í síbreytilegu umhverfi.
Færibandavinna
🔁
Fræðslan miðast að því að fyrirbyggja einhæfa álagsvinnu með áherslu á stöðubreytingar, hreyfimynstur og rétta líkamsstöðu við endurtekna hreyfingu. Einnig er farið yfir hléæfingar og leiðir til að jafna álag.
Framleiðsla
🏭
Lögð er áhersla á örugga líkamsbeitingu við samsetningar, pökkun og notkun verkfæra eða véla. Unnið er með stöðubreytingar, góðan stuðning og einfaldar æfingar sem auðvelt er að fella inn í dagskrá starfsins.
Atvinnubílstjórar
🚚
Lögð er áhersla á góða setstöðu, líkamsbeitingu, notkun stuðningsbúnaðar og hléæfingar sem draga úr stífleika og verki eftir langa aksturstíma. Fjallað er um áhrif langrar kyrrsetu og leiðir til að viðhalda heilsu og orku.
Ræstingar
🧹
Fræðsla og leiðsögn um vinnuaðferðir sem minnka álag á axlir, bak og hné. Fjallað er um notkun áhalda, vinnustellingar við þrif og hvernig skipulag og taktískar hreyfingar geta skipt sköpum í daglegu starfi.
Flugáhöfn
✈️
Sérhæfð fræðsla fyrir flugfreyjur og flugþjóna og aðra sem starfa um borð í flugvélum. Fjallað er um líkamsbeitingu við að lyfta, ýta og toga byrðum og þjónustu í þröngu rými. Jafnframt eru kenndar æfingar og tækni til að bæta líkamsstöðu, jafnvægi og orku í vaktavinnu og flugi.
Garðyrkja
🌿
Unnið er með rétta líkamsbeitingu við gróðursetningu, lyfta, bera og meðhöndlun verkfæra. Sérstaklega er farið í álag á hné, hendur og bak, og veittar eru leiðbeiningar um skynsamlega líkamsnotkun í mismunandi aðstæðum.
Kennarar og leiðbeinendur
👩🏫
Fræðslan tekur mið af andlegri og líkamlegri orkunotkun í kennslu. Lagt er upp með heilbrigða líkamsbeitingu í kennslustundum, bæði við hreyfingu og kyrrsetu, auk meðvitundar um raddnotkun og tjáningu. Veitt eru hagnýt verkfæri til að minnka álag og auka vellíðan í starfi.
bottom of page