Confirm domain ownership
top of page

UM FYRIRTÆKIÐ
Vinnuheilsa var stofnað árið 2004.

Fyrirtækið sérhæfir sig í vinnustaðaúttektum, fyrirlestrum og námskeiðum um rétta líkamsbeitingu og vellíðan við vinnu.
 
Starfsfólk Vinnuheilsu hefur áratuga reynslu í að greina, á heildrænan hátt, lykilþætti í vinnuumhverfinu sem hafa áhrif á stoðkerfið.

Starfsfólk Vinnuheilsu hefur aðstoðað fjölda starfsmanna með:
-einstaklingsmiðaða kennslu í réttri líkamsbeitingu

-kennslu við að stilla skrifborðsstól, borð og tölvubúnað
-hvernig má draga úr líkamlegu og andlegu álagi við vinnu
-hugmyndir um hvernig má á einfaldan hátt auka blóðflæði og draga úr vöðvabólgu og verkjum.

Vinnuheilsa ehf
vinnuheilsa@vinnuheilsa.is
kt. 550507-0210
Reiknnr. 0318-26-001936
VSK númer: 97732

MARKMIÐ VINNUHEILSU

er að kenna fólki að tileinka sér rétta líkamsbeitingu og draga úr stoðkerfiskvillum.

Þannig má draga úr eymslum

Auka framleiðni

Auka vinnugæði

Draga úr fjarvistum

Viðhalda góðri heilsu

image00003.jpeg
Framkvæmdastjóri
Ásgerður Guðmundsdóttir

Sjúkraþjálfari
asgerdur@vinnuheilsa.is
s: 6914161

Nánar um Vinnuheilsu

Neat Computer Desk

Vinnuvistfræði

VINNUVISTFRÆÐI (Office Ergonomics) gengur út á samspil mannsins og umhverfisins þar sem markmiðið er að einstaklingnum líði sem best við iðju sína.

​Skrifborð, stólar, tölvuskjáir, lyklaborð og lýsing; allt þetta þarf að meta þegar þú býrð til vinnuaðstöðu, hvort sem það er á skrifstofunni eða heima fyrir.

Designer

Vinnuvernd & forvarnir

Þegar talað erum um VINNUVERND í þessu samhengi er átt við að allar aðgerðir skulu miðaðar að bættum aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi á vinnuaðstöðu starfsmanns. 

Ávallt skal huga að FORVÖRNUM. Á bak við allar aðgerðir er haft að markmiði að fyrirbyggja eða draga úr hættu á atvinnutengdu heilsutjóni og stuðla að vellíðan starfsmanna.

shutterstock_790940857.jpg

Algengustu álagssjúkdómar í hreyfi- og stoðkerfi vegna tölvuvinnu

Álagseinkenni eru afleiðingar af líkamlegu og/eða andlegu álagi. ​

Með álagseinkennum er átt við óþægindi eða sársauka í vöðvum, sinum, og/eða liðum, sem leiðir til minnkaðrar hreyfigetu og lakari starfshæfni.

 

Algeng álagseinkenni eru vöðvabólga í herðum og hálsi​, frosin öxl​, tennisolnbogi​, carpal tunnel syndrome,​ mjóbaksverkir​, mjaðmaverkur​, fótaóeirð svo dæmi séu nefnd.

Inspired Businesswoman

Rétt líkamsbeiting mikilvæg

Rétt líkamsbeiting er þegar vöðvarnir eru í innbyrðis jafnvægi og vöðvaspenna er tiltölulega lág.

 
Dæmi; bak er beint og axlir slakar, olnbogar eru sem næst síðu, hvort sem verið er að gera eitthvað standandi eða sitjandi. 

Heading 6
bottom of page