top of page
UM FYRIRTÆKIÐ
 
Vinnuheilsa ehf. var stofnuð árið 2004 og hefur frá upphafi sérhæft sig í heilsueflingu og fyrirbyggjandi aðgerðum á vinnustöðum.

Fyrirtækið er rekið af Ásgerði Guðmundsdóttur, sjúkraþjálfara. Starfsfólk Vinnuheilsu hefur áratuga reynslu af því að efla vellíðan og líkamsbeitingu fólks tengt starfi og leik í gegnum kennslu, fyrirlestra og námskeið, hvort sem um er að ræða skrifstofustörf, iðnaðarstörf eða heimavinnu.  
Framkvæmdastjóri
Ásgerður Guðmundsdóttir

Sjúkraþjálfari
asgerdur@vinnuheilsa.is
Ásgerdur Gudmundsdottir _edited.jpg
Við vinnum með fyrirtækjum, stofnunum og skólum um land allt – bæði með þjónustu á staðnum og í gegnum stafrænar lausnir sem hægt er að aðlaga að þörfum hvers og eins vinnustaðar.
 
Verkefni okkar eru fjölbreytt: við framkvæmum vinnustaðaúttektir, veitum einstaklingsmiðaða ráðgjöf, kennum réttar vinnustellingar og líkamsbeitingu og bjóðum upp á fyrirlestra, fræðslumyndbönd og rafrænt efni sem hægt er að nýta í fræðslukerfum.

Markmið okkar er að efla sjálfbæra líkamsbeitingu, draga úr líkum á stoðkerfisvanda og styðja við starfsgetu, heilsu og vellíðan starfsfólks til framtíðar.
 
Með því að sameina hagnýta fræðslu, faglega ráðgjöf og notendavænar stafrænar lausnir hjálpum við fyrirtækjum að skapa heilbrigðara og öruggara vinnuumhverfi.​

 
bottom of page