Confirm domain ownership Skilmalar | vinnuheilsa
top of page

SKILMÁLAR

FYRIRTÆKIÐ
Vinnuheilsa ehf, Kennitala 550507-0210, Þrastarlundur 9, 210 Garðabær, Sími: +354-691-4161,
Netfang: vinnuheilsa@vinnuheilsa.is

ALMENN ÁKVÆÐI

Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru eða þjónustu á vefsvæðinu vinnuheilsa.is. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur Vinnuheilsu ehf. annars vegar og kaupanda vöru eða þjónustu hins vegar. Hafi skilmálar þessir ekki verið samþykktir af kaupanda við nýskráningu á vefsíðu Vinnuheilsu, vinnuheilsa.is, teljast þeir samþykktir við fyrstu kaup á vöru eða þjónustu.

Vinnuheilsa ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir. Einnig er áskilinn réttur til að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

„Kaupandi“ er einstaklingur, sem er aðili samnings en stundar ekki viðskipti eða aðra athafnastarfsemi, þ.e. einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu í skilningi laga um neytendakaup nr. 48/2003. Kaupandi verður að vera a.m.k. 16 ára. „Kaupandi“ getur líka verið lögaðili, en lög um þjónustukaup nr. 42/2000 eiga við fyrirtæki og stofnanir. Þessi lög gilda um réttarstöðu samningsaðila þegar sérstökum ákvæðum þessara skilmála sleppir. Vinnuheilsa ehf. selur vörur eða þjónustu til kaupanda á vefsvæði sínu.

VERÐ

Vinsamlegast athugið að verð á vefsvæði Vinnuheilsu.is og í útsendum póstum getur breyst án fyrirvara. Verð er birt með virðisaukaskatti og með fyrirvara um innsláttar- og kerfisvillur. Vinnuheilsa áskilur sér rétt til að afturkalla pantanir í heild eða að hluta ef að viðkomandi vara er uppseld, námskeið fellur niður eða verður ekki lengur í boði. Vinnuheilsa mun upplýsa kaupanda um allt slíkt eins fljótt og kostur er, og hugsanlega koma með tillögu að annarri vöru sem kaupanda gefst kostur á að samþykkja eða hafna.
Ef heimsending er valin þá bætist sendingakostnaður við áður en greiðsla fer fram.

PERSÓNUUPPLÝSINGAR

Á vinnuheilsa.is er aðgengileg persónuverndarstefna félagsins. Í þessari persónuverndaryfirlýsingu kemur fram hvernig Vinnuheilsa ehf. umgengst þær persónuupplýsingar um kaupanda sem geymdar eru og hvaða réttindi hann á varðandi upplýsingarnar.

AÐGANGUR

Kaupandi hefur leyfi til að nota vefinn vinnuheilsa.is og þá þjónustu sem þar er boðið upp á í samræmi við skilmála þessa og þær aðgangstakmarkanir sem Vinnuheilsa setur. Hafi skilmálar þessir ekki verið samþykktir af kaupanda við nýskráningu á vefsíðu Vinnuheilsu, teljast þeir samþykktir við fyrstu kaup.

Óheimilt er með öllu að falsa nafn og persónuupplýsingar við skráningu inn á vinnuheilsa.is. Verði kaupandi uppvís að að slíku og öðru sviksamlegu athæfi við kaup á vefnum áskilur Vinnuheilsa sér rétt til að vinna náið með lögreglu við úrlausn slíkra mála, þ.m.t. að veita henni þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru í slíkum tilvikum. Vinnuheilsa ehf. áskilur sér rétt til að takmarka eða loka fyrir aðgang að vinnuheilsa.is ef grunur leikur á sviksamlegu athæfi.

INNSKRÁNING OG PÖNTUN

Við fyrstu innskráningu skráir kaupandi fullt nafn, kennitölu, heimilisfang og póstnetfang sitt og samþykkir að hann hafi lesið persónuverndarstefnu félagsins. Einnig getur kaupandi samþykkt að vera á póstlista og sms lista Vinnuheilsu. Pöntun kaupanda á vefversluninni er bindandi þegar hann hefur staðfest pöntun sína í kaupferlinu. Ef allt er með felldu, er pöntun kaupanda afgreidd og kaupanda send staðfesting á netfang hans. Jafnframt sendir Vinnuheilsa kaupanda afrit af reikningi þegar greiðsla berst frá kaupanda eða greiðslumiðlun hans. Kaupanda er bent á að kynna sér vel staðfestingu á pöntun þegar hún berst og senda ábendingu ef vara hefur ekki borist honum í hendur eftir viku og engin skýring borist á töfum.

AFHENDING

Vinnuheilsa býður eingöngu upp á skráningu á námskeið á vefnum. Skráðir einstaklingar fá staðfestingu um skráningu með helstu upplýsingum um námskeiðið eigi síðar en 24 tímum fyrir fyrsta tíma námskeiðs. Í tölvupóstinum kemur fram hvar námskeiðið fer fram (Zoom eða Teams), ítarlegar upplýsingar um slóð inn á lokaða Facebook grúppu og fleira.

Þegar verslað er á vefverslun Vinnuheilsu ehf. er hægt að velja á milli þess að sækja vöruna að Þrastarlundi 9, 210 Garðabæ skv. samkomulagi eða fá hana senda heim. Boðið er upp á fría heimsendingu þegar keypt er fyrir 15.000 kr. eða meira, gildir fyrir pantanir allt að 10 kg að þyngd. Ef heimsendingarmátinn er valinn og kostnaður er undir 15.000 kr. þá leggst 990 kr. sendingargjald á pöntunina.

Pöntunum er almennt dreift af Íslandspósti, Flytjanda, Landflutningum, Flugfélagi Íslands eða Flugfélaginu Erni skv. þeirra gjaldskrá og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar þeirra um afhendingu vörunnar. Vinnuheilsa ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Vinnuheilsu til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi Vinnuheilsu ehf. hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.

YFIRFERÐ Á VÖRU

Eftir að kaupandi hefur móttekið pöntunina þarf hann að byrja á því að kanna hvort hún sé í samræmi við pöntunarstaðfestingu og reikning. Skilmálar þessir gera ráð fyrir að kaupandi hafi lesið og kynnt sér leiðbeiningar sem fylgja með vörunni. Ef kaupandi telur að varan sé ekki í samræmi við vörulýsingu eða þörf er á ítarlegri leiðbeiningum með vörunni, skal senda tilkynningu þess efnis með tölvupósti á netfangið vinnuheilsa@vinnuheilsa.is Vinnuheilsa áskilur sér rétt að sannreyna staðhæfingu innan 14 daga.

SAMNINGURINN

Með greiðslu staðfestir kaupandi að hann þekki gildandi skilmála vefverslunarinnar vinnuheilsa.is. Hver kaup eru bindandi fyrir kaupanda samkvæmt skilmálum og skilyrðum vefverslunarinnar.

GREIÐSLA

Greiðslu getur kaupandi innt af hendi á ýmsa vegu:

Kredit- eða debetkort: Greiðsla fer fram á sama tíma og kaupandi skráir kaup sín. Greiðsla með kreditkorti fer fram í gegnum örugga greiðslugátt sem kaupanda er beint sjálfkrafa til þegar hann fyllir út greiðsluupplýsingar. Þegar kaupandi staðfestir upplýsingarnar er greiðslan skuldfærð af kortinu.

SKILARÉTTUR VEFVERSLUNAR

Vefnámskeið sem keypt eru á vinnuheilsa.is eru ekki endurgreiðanleg og ekki er hægt að afsrká sig á námskeið sem búið er að kaupa.
Ekki er hægt að færa skráningu á námskeið yfir á annað tímabil.
Vinsamlegast hafið samband við Vinnuheilsu með spurningar á netfangið vinnuheilsa@vinnuheilsa.is eða í síma 691-4161.

 

Kaupandi (einstaklingur) sem verslar vörur á vinnuheilsa.is hefur 15 daga frá afhendingu til að hætta við kaupin. Samkvæmt 4. mgr. 22. gr. laga nr. 16/2016 ber neytandi ábyrgð fyrir rýrnun á verðgildi vöru sem stafar af meðferð hennar, annarrar en þeirrar sem nauðsynleg er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni hennar. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent kaupanda. Reikningskvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með vöruskilum. Endurgreiðsla er framkvæmd ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. EKKI ER HÆGT AÐ SKILA VÖRUM KEYPTUM Á ÚTSÖLU EÐA SAMBÆRILEGUM TILBOÐUM.Vinsamlegast hafið samband, ef spurningar vakna, við Vinnuheilsu ehf. Netfangið er vinnuheilsa@vinnuheilsa.is og símanúmer 691-4161. Að öðru leyti vísum við til laga nr.48/2003 um neytendakaup.

ÁBYRGÐ OG TRYGGINGAR

Allir iðkenndur Vinnuheilsu eru á eigin ábyrgð á námskeiðunum. Upplýsa skal sjúkraþjálfara um líkamlega kvilla eða sjúkdóma sem gætu haft áhrif á þjálfunina.

Forföll viðskiptavina eru á eigin ábyrgð nema um annað sé samið.

Þátttakendum í göngu og ferðahópum Vinnuheilsu ber að fara í einu og öllu eftir leiðbeiningum fararstjóra félagsins. Þátttakendum er bent á að áhætta felst í að stunda almennar göngur og fjallgöngur og aðra útivist og eru þátttakendur á eigin ábyrgð í ferðum og námskeiðum. Vinnuheilsa tekur ekki ábyrgð á slysum né heilsubresti viðskiptavina. Þátttakendur eru ekki tryggðir í ferðum/námskeiðum með Vinnuheilsu og eru hvattir til að snúa sér til tryggingafélags síns og kaupa þar viðeigandi tryggingar.

EIGNARRÉTTUR

Þjálfunarðaferðir Vinnuheilsu eru í einkaeigu námskeiðsins og er öllum óheimilt að þjálfa eða endurtaka æfingarnar eða afrita glærur og rukka fyrir það án þess að vera í samstarfi við Vinnuheilsu.

ANNAÐ
Vinnuheilsa ehf. áskilur sér fullan rétt til að breyta ákvæðum þessara skilmála, enda verði kaupanda tilkynnt um það. Útsending nýrra skilmála til kaupanda og/eða birting á vefsíðunni vinnuheilsa.is telst nægileg tilkynning. Litið er svo á að kaupandi hafi samþykkt breytinguna ef hann kaupir vöru eða þjónustu eftir að tilkynning um breytingu hefur verið gefin út.

 

ÁGREININGUR

Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.

TRÚNAÐUR

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

GILDISTÍMI

Skilmálar þessir gilda frá 4. janúar 2021.

LÖG OG VARNARÞING

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.

ENGLISH

GENERAL

Vinnuheilsa ehf. reserves the right to cancel orders, to change prices and to change product types being sold, without notice.

Please notice that the course will be taught in Icelandic.

PRODUCT DELIVERY

All participants will receive an e-mail within 24 hours before the first class of the course. The e-mail should include information about the course, information about the location (Zoom or Teams) and a link to a closed Facebook group and more.

We offer free home delivery on every purchase above 15.000 ISK. as long as the total weight of the order is within 20 kg. We aim to process orders the next working day. Delivery time may be longer if order volume is more than usual. If the product is not available or on stock, a service representative will be in contact with you with an estimated delivery time. Please note that we only deliver to customers in Iceland.

CANCELLATION RIGHT / RIGHT TO RETURN AND REFUND IN OUR WEBSTORE

Web courses purchased on vinnuheilsa.is are non-refundable and it is not possible to cancel courses that have been purchased.
It is not possible to transfer course registration to another period. Please contact vinnuheilsa@vinnuheilsa.is for questions.

Purchases of all items made in our webshop have a 15 days return policy. The Customer is able to cancel a purchase, as long as the product is returned in perfect condition and in original packaging. The cancellation period starts at the date of delivery. The invoice for the product has to be included in the return. Refund is made in full if the above conditions are met and after the product has been returned. Delivery charges are not refunded. Please note that seasonal products on clearance sale cannot be returned. Please contact vinnuheilsa@vinnuheilsa.is for questions.

PRICE

Please notice that the price on the internet can change without notice.

TAXES AND FEES

All prices on the website are including VAT and invoices are issued with VAT.

CONFIDENTIALITY

The seller holds all information from the buyer in relation to the purchase as confidential. Under no circumstances will information be handed to a third party.

GOVERNING LAW / JURISDICTION

These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.

bottom of page