Confirm domain ownership
top of page

Árið 2020 hefur verið krefjandi fyrir marga. Það hefur að mörgu leiti einkennst af hindrunum við að halda uppi eðlilegri rútínu vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

 

Margir hverjir hafa þurft að venjast því að vinna heima við misgóðar aðstæður og uppskorið vöðvabólgu og verki í skrokkinn í kjölfarið.


Og eflaust hefur það verið áskorun fyrir marga að viðhalda reglubundinni hreyfingu vegna  samkomutakmarkana. Einhverjir hafa helst úr lestinni þar sem óæskilegt hefur þótt að hittast í hópum. Í ofanálag hafa líkamsræktarstöðvar og sundlaugar verið lokaðar. 


Þú átt það skilið að hefja nýtt ár með því að hlúa að þér. Gríptu tækifærið og taktu þátt í janúar fjarþjálfun undir handleiðslu sjúkraþjálfara. Markmiðið er að verkja- og endurstilla líkamann með þolþjálfun, teygjuæfingum með nuddi og fjölbreyttri fræðslu.

 

Sannkölluð líkamleg og andleg heilsuefling beint í æð.   

bottom of page