Confirm domain ownership
top of page
New Website Blue Mockup Instagram - Lapt

6 vikna vefnámskeið Í GOTT FORM hefst í haust.
SKRÁNING Á BIÐLISTA ER HAFIN
 

Svona fer námskeiðið fram
100% sveigjanleiki
:

- Á mánudagsmorgnum er kennsluefni sett inn á privat FB síðu.
- Á miðvikudögum er skipulögð sameiginleg hreyfing. Notast er við samfélagsappið Strava.
- Á fimmtudögum kl. 17:15 gefst þátttakendum tækifæri á að hittast á Zoom til að ræða málin með kennara.

 

Sumartilboð:

Með 25% afsl. Kr. 29.925,-

Kannaðu hvort þú eigir rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi.

 

Innifalið:

  • Nuddtaska Vinnuheilsu innifalin að andvirði kr. 13.600,-

  • Opin aðgangur að FB síðunni í 2 vikur eftur að námskeiði líkur

  • Opin aðgangur að appi með kennsluefni í 2 vikur eftur að námskeiði líkur

 

Bónusar:

 

Ásgerður Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari og íþróttakennari verður þinn leiðbeinandi og þjálfari. Hún er með yfir 20 ára reynslu í að þjálfa fólk, bæði í réttri líkamsbeitingu, að kenna fólki að stilla starfstöðina sína og að koma fólki í gott form.

Viðfangsefni þjálfunarinnar eru eftirfarandi:
• Rétt líkamsbeiting
Útskrifast í að kunna sjálf/ur að stilla stólinn og borðið.
Fjölbreytiliekinn er lykilatriðið.
Markmiðið gæti verið að: draga úr verkjum, stefna að því að vera verkjalaus eða fyrirbyggja verki: með fjölbreyttu æfingavali og nuddtækjum.

• Hreyfing
Markmiðasetning í 6 vikur.
Hreyfing 3-5 x í viku. Auka úthald, þol, styrk, liðleika og ákefð
Markmið gæti verið að auka úthald, þol, styrk, liðleika og ákefð.
Videomynbönd og Strava

• Næring
Tekið til í mataræðinu, fara úr tilviljunarkenndu mataræði í meiri aðhald og festu. Markmið gæti verið að auka vatnsdrykkju, fara meira í hreint mataræði, auka grænmetisneyslu, kynnast föstu/hreinsun & draga úr sykurneyslu og gosdrykkju, draga úr unnu mataræði og nasli á milli mála.

• Svefn
Svefnvenjur. Skoða hvað gæti verið að trufla svefninn. Hvernig getum við hámarka gæði svefns.
Markmið gæti verið að skorða sig rétt til að draga úr verkjum, draga úr stressi/áhyggjum sem geta verið að hamla svefn, fara fyrr í háttinn.

• Streitulosun
Í amstri dagsins, hvað er það sem gæti verið að trufla. Tímaleysi, of margir boltar á lofti, vinna fram á kvöld.
Markmið gætu verið að auka núvitund, æfa öndun og kunna að setja sér mörk.

 

Aðalmarkmið sumarnámskeiðsins er að verkja- og endurstilla líkamann, auka hreysti, auka kraft og þol, geisla af gleði og endurstilla lífsklukkuna ef með þarf. Allt þetta er gert undir handleiðslu sjúkraþjálfara.

Nuddtækin eru stór partur af þessari þjálfun:
Flestir finna fyrir einhverjum verkjum í stoðkerfinu, til að mynda vöðvabólgu, höfuðverk, sinafestumein, leiðni niður eftir handlegg eða fótlegg, mjóbaksverk eða fótaóeirð.
Nuddtaska Vinnuheilsu er innifalin í verði námskeiðsins.

Nuddvörurnar eru sérvaldar í töskuna af sjúkraþjálfara:

Auka blóðflæði til liða og vefja.

Auka losun endorfína í líkamanum (vellíðunarhormónið).

Auka líkur á verkjalosun og vöðvaslökun.
Eru léttar í notkun og einfalt að grípa með sér hvert sem er. 

Nuddvörur:
Höfuðnuddbursti með góðu gripi

3D andlitsnuddari

Nudd "handklæði" með nuddkúlum

Þrýstipunktahringur

Nuddhanski með nuddkúlum

Nuddbolti

Taskan.JPG

Aðgangur er að fjölbreyttum kennslumyndböndum:
• Kennslumyndband
- Fyrirbyggjum verki
- Stillum borðið
- Stillum rafdrifið borð

- Stillum skrifborðsstólinn

- Tveir skjáir

- Allir smáu hlutirnir

• Kennsluefni:

- Rétt líkamsbeiting

- Hreint mataræði

- Súrt og basíkst

- Detox

- Streitustjórnun

- Góð heilsa gulli betri

- Svefnstig og svefnhringir

- 12 skref í átt að bættri heilsu

• Æfingamyndband:
- Koddar og svefnstöður
- Styrkjandi æfingar
- Liðkandi æfingar
- Hléæfingar- Öndun og núvitund

• Stutt myndbönd:
- Nuddhárburstinn
- Andlitsnuddtækin

- Nuddhandklæðið

- Nuddhanskinn

- Nuddboltinn

- Þrýstipunktahringurinn

- Þrýstipunktakoddinn og dýnan

 

LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL – ÞÚ ÁTT ÞAÐ SKILIÐ

HULDA STEFÁNSDÓTTIR

Fjármál og rekstur, Bókhald VSÓ

Það sem mér finnst að námskeiðið hafi gefið mér er að það hefur ýtt mér út í meiri hreyfingu sem hentar mér og ég á von að taka meiri áskorun varðandi hreyfingu í framhaldi. Svefninn hefur aukist hjá mér þar sem ég fékk góða útskýringu á svefnmunstri og hvað ég þarf mikinn svefn til að vera úthvíld að morgni. Mjög gott að láta taka út vinnuaðstöðuna mína og fá myndrænar hléæfingar til að framkvæma við skrifborðið.

EYGLÓ HRÖNN ÆGISDÓTTIR
Launasérfræðingur hjá Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði

Ásgerður er svo dásamleg og hvetjandi. Maður fyllist jákvæðri orku og fer af stað í hreyfingu og líður vel með það. Fræðslan hennar um svefn og stillingu á skrifborðum og stólum ætti að vera skyldunámskeið allra sem vinna fyrir framan tölvu allan daginn. Ég mæli 100% með námskeiðinu.

MARY BJÖRK ÞORSTEINSDÓTTIR
Móttökufulltrúi hjá Hugverk

Ég mæli með námskeiði hjá Ásgerði fyrir alla sem vilja koma allsherjar skikki á heilsuna. Hún er með heildarpakkann varðandi mikilvægi samspils næringar, svefns og hreyfingar.
Eins gefur hún okkur flottar leiðbeiningar varðandi teygjur og æfingar til að fyrirbyggja verki og meiðsli.

KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR

Sérkennari og íþróttakennari í Setrinu, Sérdeild Suðurlands Sunnulækjarskóla

Ásgerður hefur mikla og víðtæka reynslu sem sjúkraþjálfari og íþróttakennari auk þess að vinna í teymi fagaðila. Hún er mjög hvetjandi og einstaklega þægileg í viðmóti. Ég mæli eindregið með námskeiði með Ásgerði sem er vel skipulagt og tekur fyrir mikilvægi t.d. hreyfingar, hvíldar, mataræðis og andlegrar heilsu og hvernig þessir þættir haldast í hendur. Hún kemur frá sér ógrynni af fræðslu á ótrúlega stuttum tíma og á aðgengilegan hátt. 

bottom of page