top of page
Neat Computer Desk
Vinnuvistfræði
VINNUVISTFRÆÐI (Office Ergonomics) gengur út á samspil mannsins og umhverfisins þar sem markmiðið er að einstaklingnum líði sem best við iðju sína.

​Skrifborð, stólar, tölvuskjáir, lyklaborð og lýsing; allt þetta þarf að meta þegar þú býrð til vinnuaðstöðu, hvort sem það er á skrifstofunni eða heima fyrir.
Handyman
Vinnuvernd & forvarnir
Þegar talað erum um VINNUVERND í þessu samhengi er átt við að allar aðgerðir skulu miðaðar að bættum aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi á vinnuaðstöðu starfsmanns. 

Ávallt skal huga að FORVÖRNUM. Á bak við allar aðgerðir er haft að markmiði að fyrirbyggja eða draga úr hættu á atvinnutengdu heilsutjóni og stuðla að vellíðan starfsmanna.
Stodkerfid
Álagseinkenni
Álagseinkenni eru afleiðingar af líkamlegu og/eða andlegu álagi. ​Þá er átt við óþægindi eða sársauka í vöðvum, sinum, og/eða liðum, sem leiðir til minnkaðrar hreyfigetu og lakari starfshæfni.
 
Algeng álagseinkenni eru vöðvabólga í herðum og hálsi​, frosin öxl​, tennisolnbogi​, mjóbaksverkir​, mjaðmaverkur​, fótaóeirð svo dæmi séu nefnd.
Gardening Together
Rétt líkamsbeiting 
Rétt líkamsbeiting er þegar vöðvarnir eru í innbyrðis jafnvægi og vöðvaspenna er tiltölulega lág.
 
Dæmi; bak er beint og axlir slakar, olnbogar eru sem næst síðu, hvort sem verið er að gera eitthvað standandi eða sitjandi. 
bottom of page