top of page

Fyrirlestrar

  • Fyrirlestarnir frá Vinnuheilsu eru hnitmiðaðir, fræðandi og hvetjandi sem endurspegla raunverulegar aðstæður í daglegu starfi.
     
  • Þeir eru í boði á staðnum eða í gegnum netið, og hægt er að aðlaga efnistök og lengd að þörfum hvers vinnustaðar.
     
  • Að jafnaði tekur fyrirlestur um 45 mínútur, með möguleika á viðbótarumræðum eða styttri útgáfum eftir þörfum.
Rétt líkamsbeiting mynd.png

Rétt líkamsbeiting og vinnustellingar

Fyrirlesturinn veitir skilning á mikilvægi góðrar líkamsbeitingar, sýnir dæmi um algengar rangar vinnustellingar og kennir einfaldar leiðir til að stilla vinnuumhverfið rétt – hvort sem um er að ræða skrifstofuvinnu, ræstingar, lagerstörf, færibandavinnu eða akstur. Þátttakendur fá hagnýt verkfæri og hléæfingar sem má strax nýta til að bæta líðan og minnka verki.
Stressed Man
Verkfæri til að efla andlega heilsu og jafnvægi í vinnudegi.
Við rýnum í orsakir streitu og kulnunar, helstu viðvörunarmerki og hvernig hægt er að byggja upp seiglu og vellíðan í daglegu lífi. Fyrirlesturinn hvetur til sjálfsumhyggju og vitundarvakningar og nýtist jafnt starfsmönnum sem stjórnendum í krefjandi aðstæðum.
Conference
Sérhæfð fræðsla sem nær til þeirra sem upplifa breytingar á líkama og orku.
Við skoðum hvernig hormónabreytingar hafa áhrif á orku, svefn og andlega líðan, og hvernig vinnustaðir geta tekið mið af því í sinni heilsustefnu. Fyrirlesturinn er sérstaklega gagnlegur fyrir konur á breytingaskeiði en opinn öllum sem vilja skilja betur samspil líkama og hugar.
Heilsuefling mynd.png

Heilsuhópefli á vinnustað

Hvetjandi fyrirlestur sem kveikir áhuga og virkni.
Með áherslu á fjórar lykilstoðir heilsueflingar;
hreyfing, næring, svefn og andleg heilsa
– er þátttakendum sýnt hvernig einfaldar breytingar í daglegu lífi geta haft stór áhrif á heilsu og afköst.
Sérlega hentugur fyrirlestur fyrir vinnustaði sem vilja efla starfsanda og heilsulæsi starfsfólks.

Hormónabreytingar - heilsuefling

Streitustjórnun

bottom of page