top of page
Vinnustaða
úttekt
Vantar fagaðila til að framkvæma vinnustaðaúttekt?
Stjórnendur fyrirtækja átta sig sífellt betur á mikilvægi góðs starfsumhverfis – bæði fyrir starfsánægju og vellíðan starfsmanna.
Vinnustaðaúttekt er öflug leið til að greina áhættuþætti í vinnuumhverfinu og finna raunhæfar úrbætur.
ÁVINNINGUR
-
Greinir áhættuþætti áður en þeir valda vandamálum
-
Stuðlar að markvissum úrbótum í vinnuumhverfi
-
Minnkar líkur á stoðkerfisvanda og fjarvistum
-
Eykur starfsgetu og vellíðan starfsmanna
-
Sýnir ábyrga og framsækna stjórnunarstefnu
Veldu fyrirkomulag A eða B
Fyrirkomulag A:
1. Valkvæmt - 45 mín fræðslufyrirlestur:
Rétt líkamsbeiting og vinnustellingar
2. 20 mín verklega sýnikennsla á starfstöð
fyrir 10-15 manns í einu.
3. Eftir hópakennslu er boðið upp á einstaklingsbundna úttekt,
u.þ.b. 5 mín kennsla hjá hverjum og einum
sem hafa fyrirfram skráð sig hjá mannauðsstjóra.
4. Bónus: Rafrænt hefti með hagnýtum upplýsingum
ásamt hnitmiðuðum myndböndum sem hægt verður að
nálgast á innri starfsmannavef fyrirtækisins.

Fyrirkomulag B:
1. Valkvæmt - 45 mín fræðslufyrirlestur:
Rétt líkamsbeiting og vinnustellingar
2. Einstaklingsmiðuð vinnustaðaúttekt.
Uþb. 10-15 mín hjá hverjum og einum.
3. Bónus: Rafrænt hefti með hagnýtum upplýsingum
ásamt hnitmiðuðum myndböndum sem hægt verður að
nálgast á innri starfsmannavef fyrirtækisins.

Framkvæmd
Vinnustaðaúttekt – Skref fyrir skref
Vinnustaðaúttekt í fyrirtækjum og stofnunum felur í sér faglega greiningu á vinnuumhverfi starfsmanna, ásamt einstaklingsbundinni ráðgjöf um líkamsbeitingu og vinnutilhögun.
Markmiðið er að starfsfólk læri að stilla vinnuaðstöðu sína og læri sjálfbæra líkamsbeitingu sem dregur úr stoðverkjum.
Matsgreining á vinnuaðstöðu
Fagaðili metur aðstæður í samvinnu með starfsfólki.
Við skoðum og stillum:
Tölvubúnað, skrifborðsstóla, borð, tölvuskjái, lýsingu og annan búnað sem getur haft áhrif á líkamsstöðu og heilsu.
Viðeigandi ráðgjöf um léttar æfingar er veitt eftir þörfum til að draga úr verkjum og spennu í stoðkerfi.
Úrvinnsla og skýrslugerð
Að lokinni úttekt er hægt að afhenda stjórnendum skriflega samantekt með tillögum að úrbótum – ef óskað er eftir.
Bónus
Með vinnustaðaúttekt fylgja fræðslugögn sem hægt er að setja inn á innri starfsmannavef:
-
Glærusýning úr fyrirlestri
-
Rafræn handbók með hagnýtum upplýsingum
-
Hnitmiðuð og aðgengileg myndbönd
bottom of page