Confirm domain ownership
top of page

LÆRÐU  AР ENDURSTILLA VINNUAÐSTÖÐUNA  ÞÍNA

Work Desk
​VINNUHEILSA BÝÐUR UPP Á HAGNÝTT FRÆÐSLUERINDI SEM HENTAR ÖLLUM FYRIRTÆKJUM OG STOFNUNUM Á LANDINU.

"RÉTT LÍKAMSBEITING & VELLÍÐAN VIÐ VINNU" 

VAL ER UM AÐ FÁ FYRIRLESARA Á VINNUSTAÐINN EÐA HALDA FRÆÐSLU Í GEGNUM FJARFUNDARBÚNAÐ.
shutterstock_1191172312.jpg

FJÖLBREYTTAR VINNUAÐSTÖÐUR

Í dag er mjög algengt að starfsfólk hafi val á því að vinna að hluta til heima og að hluta til á vinnustaðnum.

 

Í vinnunni er ýmist fast vinnusvæði eða frjálst sætaval.
Varðandi það síðarnefnda er mikilvægt að kunna að stilla stólinn og aðlaga starfstöðina svo viðkomandi líði vel.

 

Heimafyrir er t.d. algengt að setja fartölvuna á eldhúsborðið og tylla sér á næsta eldhússtól. Á vinnustaðnum er oft á tíðum setið á skrifborðsstól sem er ekki rétt stilltur í marga mánuði og jafnvel ár. Afleiðingarnar geta orðið slæmar.

Man Working from Home

EFNISINNIHALD

Farið er í gegnum:

-hvernig má endurstilla vinnuaðstöðuna á vinnustaðnum og heimafyrir.

-helstu stoðkerfiskvilla er fylgja tölvuvinnu.

 

-hvað gæti verið að orsaka seiðing og verki.
 

-hvað má gera til að draga úr verkjum.

 

-helstu tól og tæki sem hjálpa til við að draga úr vöðvabólgu.

118569701_257576101877104_42131363962777

KENNARI

Ásgerður Guðmundsdóttir er sjúkraþjálfari og íþróttakennari að mennt.

 

Hún hefur sérhæft sig í að greina, á heildrænan hátt, lykilþætti í vinnuumhverfinu sem hafa áhrif stoðkerfið.

 

Ásgerður hefur haldið ótal fyrirlestra og námskeið um líkamsbeitingu og vinnutækni sem og almenna heilsueflingu hjá fyrirtækjum

og stofnunum um land allt undanfarin 20 ár.

FYRIRLESTRAR / NÁMSKEIР

download.jpg

Rétt líkamsbeiting & 
vellíðan við vinnu - skrifstofufólk

Langvarandi og óæskilegar líkamsstöður við vinnu geta haft skelfilegar afleiðingar í för með sér.

Í þessum fyrirlestri/námskeiði eru aðferðir kenndar hvernig má endurstilla vinnuaðstöðu og bæta vinnuhreyfingar í starfi og þar með draga úr líkamlegum kvillum.

Einnig verður farið í verklegar hléæfingar og síðast en ekki síst verður þátttakendum sýnt fjölbreytt nuddtæki og annar kostur til að draga úr vöðvabólgu.
shutterstock_557297527.jpg

Rétt líkamsbeiting &
vellíðan í vinnu -
Mismunandi atvinnugreinar

Þegar horft er til mismunandi atvinnugreina þarf vinnustaður og skipulögð störf að bjóða upp á fjölbreytni bæði í vinnustellingum og hreyfingum til að draga úr hættu á álagseinkennum.

Á þessu námskeiði/fyrirlestri verður farið í hvað má gera til að koma í veg fyrir óhentugar líkamsstöður og þar með draga úr álagseinkennum frá hreyfi- og stoðkerfi. 


Einnig verður farið í verklegar hléæfingar og síðast en ekki síst verður þátttakendum sýnt fjölbreytt tæki og annar kostur til að draga úr vöðvabólgu.
shutterstock_1721595286_edited.jpg

Langar þig að komast upp úr "sófanum"

Hver hefur ekki sagt við sjálfan sig:
"Ég ÆTLA að byrja að hreyfa mig á morgun! Síðan eru liðnar nokkrar vikur, margir mánuðir, jafnvel ár!


Rannsóknir hafa sýnt, að með reglubundinni hreyfingu og góðum nætursvefni má minnka líkur á margvíslegum kvillum og sjúkdómum og auka vellíðan.

Hvernig setjum við okkur raunhæf markmið og hvernig fylgjumst við með árangri. Lífleg fræðsla sem miðar að því að bæta heilsu og afköst í daglegu lífi.
Stressed%20Man_edited.jpg

Streitustjórnun

Í nútíma þjóðfélagi er algengt að streita og stress geri vart við sig.

Hversu fljót erum við að átta okkur á því, að viss einkenni eru farin að herja á okkur eða gerum við okkur kannski ekki grein fyrir því?

Það síðarnefnda er miklu algengara.
Þeir sem þekkja okkur persónulega eru yfirleitt þeir fyrstu sem merkja eitthvað óeðlilegt í fari okkar.


Á námskeiðinu eru þér rétt góð verkfæri til að vinna með gegn streitu.
download.jpg

Burt með vöðvabólguna: Heimaæfingar og hvernig 
nota má nuddtöskuna

Algengast er að vöðvabólgur séu bundnar við vöðva í hálsi og baki, en hún getur samt lagst á hvaða vöðva líkamans sem er. Helstu einkenni vöðvabólgu eru staðbundnir verkir í vöðvunum en þeir geta einnig haft leiðni. 
Fyrir þá sem þjást af vöðvabólgu eru hvíld og þjálfun jafn mikilvæg.


Á þessu námskeið eru gefin góð ráð hvernig nota má einföld nuddtæki og æfingar til að draga úr verkjum í stoðkerfinu.
Office

Skrifstofan tekur stakkaskiptum

Á að endurbæta skipulag á skrifstofunni.
Er fyrirhugað að bæta við íþróttaaðstöðu. Væri hentugt að útbúa aðstöðu fyrir teygjur og hvíld.

Fyrirlestur sem er sérsniðin að ykkar þörfum. Komið er inn á val á skrifstofuhúsgögnum; hvaða skrifborsstóll hentar hverjum og einum, skrifborð, hnakkstólar og allir litlu aukahlutirnir sem gott er að búa yfir á skrifstofusvæðinu.

Einnig farið í gegnum hluti sem gott er að búa yfir í æfingarssalnum
a- og/eða hvíldarrýmum og heimaskrifstofunni.
bottom of page