LÆRÐU AÐ ENDURSTILLA VINNUAÐSTÖÐUNA ÞÍNA
VINNUHEILSA BÝÐUR UPP Á HAGNÝTT FRÆÐSLUERINDI SEM HENTAR ÖLLUM FYRIRTÆKJUM OG STOFNUNUM Á LANDINU.
"RÉTT LÍKAMSBEITING & VELLÍÐAN VIÐ VINNU"
VAL ER UM AÐ FÁ FYRIRLESARA Á VINNUSTAÐINN EÐA HALDA FRÆÐSLU Í GEGNUM FJARFUNDARBÚNAÐ.
FJÖLBREYTTAR VINNUAÐSTÖÐUR
Í dag er mjög algengt að starfsfólk hafi val á því að vinna að hluta til heima og að hluta til á vinnustaðnum.
Í vinnunni er ýmist fast vinnusvæði eða frjálst sætaval.
Varðandi það síðarnefnda er mikilvægt að kunna að stilla stólinn og aðlaga starfstöðina svo viðkomandi líði vel.
Heimafyrir er t.d. algengt að setja fartölvuna á eldhúsborðið og tylla sér á næsta eldhússtól. Á vinnustaðnum er oft á tíðum setið á skrifborðsstól sem er ekki rétt stilltur í marga mánuði og jafnvel ár. Afleiðingarnar geta orðið slæmar.
EFNISINNIHALD
Farið er í gegnum:
-hvernig má endurstilla vinnuaðstöðuna á vinnustaðnum og heimafyrir.
-helstu stoðkerfiskvilla er fylgja tölvuvinnu.
-hvað gæti verið að orsaka seiðing og verki.
-hvað má gera til að draga úr verkjum.
-helstu tól og tæki sem hjálpa til við að draga úr vöðvabólgu.
KENNARI
Ásgerður Guðmundsdóttir er sjúkraþjálfari og íþróttakennari að mennt.
Hún hefur sérhæft sig í að greina, á heildrænan hátt, lykilþætti í vinnuumhverfinu sem hafa áhrif stoðkerfið.
Ásgerður hefur haldið ótal fyrirlestra og námskeið um líkamsbeitingu og vinnutækni sem og almenna heilsueflingu hjá fyrirtækjum
og stofnunum um land allt undanfarin 20 ár.