
Ókeypis miðvikudagsgöngur í sumar
Vinnuheilsa stendur fyrir ókeypis miðvikudagsgöngu fyrir alla
sem hafa áhuga að ganga saman í júlí- og ágústmánuði.
Þér og þínum er boðið!
Ef þú ert ekki skráð/ur í hópinn Vinnuheilsa á Strava, skráðu þig núna
til þess að fá sjálfkrafa upplýsingar um upphafsstaði göngu í sumar.
Miðvikudagsgöngur hefjast kl. 17:20 stundvíslega.

HAFA GAMAN...
Erfiðleikastig hverrar miðvikudagsgöngu er á bilinu 1-3 af 5.
Hver ganga fyrir sig hefst stundvíslega kl. 17:20. Mæting 5-10 mín fyrr. Hver ganga tekur uþb 60-90 mín.
Allir þeir sem skrá sig í hópinn Vinnuheilsa inni á Strava fá sjálfkrafa Notification/tilkynningu inni á Strava appinu á mánudagsmorgni um Event/viðburðinn.
Klæðnaður fer eftir veðri og gott er að taka með sér vatnsflösku.
Léttar teygjuæfingar í lok hverrar göngu.
...SAMAN Í SUMAR!
Ef þú hefur ekki tök á að mæta á tilteknum stað, þá endilega taktu þinn göngutúr á sama tíma í þínu nærumhverfi.
Öllum er frjálst að taka með sér vandamenn og vini.
Gerum þetta saman - það er svo gaman!


HLAKKA TIL AÐ SJÁ ÞIG
Hæ hæ. Ég heiti Ásgerður Guðmundsdóttir og er sjúkraþjálfari og íþróttakennari að mennt.
Ég mun leiða miðvikudagsgöngurnar í sumar.
Ég hef alla tíð haft mikin áhuga á hreyfingu og útivist, sem og að næra mig andlega á sál og líkama.
Hreyfing er ein besta leiðin til að fyrirbyggja verki & draga úr verkjum.
Sjáumst í næstu göngu!
Nánari upplýsingar veittar hér:
asgerdur@vinnuheilsa.is