top of page

Sérsniðin fræðsla eftir starfshópum

Við veitum markvissa og sérhæfða fræðslu sem tekur mið af raunverulegum aðstæðum og áskorunum hvers starfshóps. Fræðslan byggir á faglegri greiningu og hagnýtri leiðsögn sem stuðlar að bættri líkamsbeitingu, minni álagi og aukinni vellíðan á vinnustað.

Við aðstoðum mannauðsstjóra við að finna rétta fræðslulausn fyrir sinn starfshóp — hvort sem um ræðir stutta fyrirlestra, úttektir, vinnustofur eða stafrænar lausnir sem hægt er að nýta hvenær sem er.
Skrifstofuvinna
3D Laptop Illustration
Áhersla er lögð á rétta líkamsbeitingu við tölvuvinnu, réttar stillingar á skrifborðsstól, borði, skjá og öðrum búnaði. Auk þess eru veittar leiðbeiningar um reglubundnar hléæfingar og áhrifaríkar aðferðir til að draga úr álagi á háls, axlir og bak.
Framleiðsla
🏭
Lögð er áhersla á örugga líkamsbeitingu við samsetningar, pökkun og notkun verkfæra eða véla. Unnið er með stöðubreytingar, góðan stuðning og einfaldar æfingar sem auðvelt er að fella inn í dagskrá starfsins.
Atvinnubílstjórar
🚚
Lögð er áhersla á góða setstöðu, líkamsbeitingu, notkun stuðningsbúnaðar og hléæfingar sem draga úr stífleika og verki eftir langa aksturstíma. Fjallað er um áhrif langrar kyrrsetu og leiðir til að viðhalda heilsu og orku.
Lagervinna
📦
Unnið með líkamsbeitingu við lyftingar, færslu á vörum, vinnu í hillu- og gólfhæð og notkun hjálpartækja. Sérstök áhersla er á að draga úr stoðkerfisálagi og auka meðvitund um stöðu líkamans í síbreytilegu umhverfi.
Ræstingar
🧹
Fræðsla og leiðsögn um vinnuaðferðir sem minnka álag á axlir, bak og hné. Fjallað er um notkun áhalda, vinnustellingar við þrif og hvernig skipulag og taktískar hreyfingar geta skipt sköpum í daglegu starfi.
Flugáhöfn
✈️
Sérhæfð fræðsla fyrir flugfreyjur og flugþjóna og aðra sem starfa um borð í flugvélum. Fjallað er um líkamsbeitingu við að lyfta, ýta og toga byrðum og þjónustu í þröngu rými. Jafnframt eru kenndar æfingar og tækni til að bæta líkamsstöðu, jafnvægi og orku í vaktavinnu og flugi.
Færibandavinna
🔁 
Fræðslan miðast að því að fyrirbyggja einhæfa álagsvinnu með áherslu á stöðubreytingar, hreyfimynstur og rétta líkamsstöðu við endurtekna hreyfingu. Einnig er farið yfir hléæfingar og leiðir til að jafna álag.
Garðyrkja
🌿
Unnið er með rétta líkamsbeitingu við gróðursetningu, lyfta, bera og meðhöndlun verkfæra. Sérstaklega er farið í álag á hné, hendur og bak, og veittar eru leiðbeiningar um skynsamlega líkamsnotkun í mismunandi aðstæðum.
Kennarar og leiðbeinendur
👩‍🏫
Fræðslan tekur mið af andlegri og líkamlegri orkunotkun í kennslu. Lagt er upp með heilbrigða líkamsbeitingu í kennslustundum, bæði við hreyfingu og kyrrsetu, auk meðvitundar um raddnotkun og tjáningu. Veitt eru hagnýt verkfæri til að minnka álag og auka vellíðan í starfi.
bottom of page