Svona lítur árið út hjá Vinnuheilsu

Janúar - Nýtt upphaf!
Janúar mánuður einkennist af nýjum fyrirheitum.
Hrisstum af okkur jólaskrautið, göngum bjartsýn inn í nýtt ár og endurstillum hugann inn á rétta bylgjulengd. Markmiðin gætu verið á þessa leið: Vellíðan við vinnu!

Febrúar mánuður er Meistaramánuður
Nú er Meistaramánuður gengin í garð og ekki úr vegi að setja sér enn frekari markmið.
Fyrirlesturinn "Rétt líkamsbeiting" er á leiðinni inn í fjölmörg fyrirtæki í febrúar.
Mun þitt fyrirtæki slást í hópinn!

Hönnunar mars
Mars er skemmtilegur mánuður. Nú er málið að breyta til ef það hefur staðið til lengi. Ef þið bara vissuð hvað það er gott að geta staðið við vinnu sína. Hafið samband og við veitum góðar upplýsingar varðandi standandi vinnuaðstöður.

Páskamánuður
Apríl mánuður er páskamánuður. Þá skal gert ráð fyrir sól, rigningu, slyddu, roki, snjókomu, vor og blíðu, já og bara alls konar veðri :) Gott er að huga að lýsingu við skrifborðið sitt. Borðlampi og "sunscreen" gluggatjöld geta gert gæfu mun.

Maí mánuður og sumarið nálgast
Maí mánuður er stundum kallaður tiltektar mánuður fyrir sumarvertíð. Við ætlum að gera svo margt áður en við förum í sumarfrí. Er ekki tilvalið að setja sér markmið og skella sér á fyrirlestur: Bættur lífsstíll - betri heilsa :)

Júní og allir komnir í sumarfílíng
Nú ætti sólin að vera farin að sýna sig og gleðja mannskapinn. Það er eins gott að þrífa í burtu allt ryk, þurrka af borðunum og smyrja öll hjól á skrifborðsstólnum sínum. Lengsti dagur ársins er nefnilega 21.6.
Þeir sem fara í sumarfrí í þessum mánuði ættu að merkja stólinn sinn svo hann fari ekki á flakk.

Júlí er oft á tíðum rólegasti mánuðurinn - Gleðilegt sumar
Ef þú ert ekki þegar búin að fara í sumarfrí þá ættir þú að fara að huga að listanum. Hann er einfaldur: snjallsíminn (opna leikfimisappið, hlusta á uppáhalds tónlistina, taka myndir) og sólarvörn. Vinnan er skilin eftir á skrifstofunni. Gleðilegt sumar!

Undirbúingur fyrir haustið
Mörgum finnst sumarfríinu lokið strax eftir Verslunarmannahelgi. Ágúst er góður tími til að laga til á skrifborðinu sínu. Gott er að skoða verkefnalistann sem við settum okkur í vor og rifja upp markmiðin. Rútínan fer að skella á.

Í september er sett í fjórða gír
Mjög algengt er að haldnir séu fyrirlestrar og námskeið í september og fram í lok nóvember. Vert er að minna starfsfólk strax á hversu mikilvægt það er að huga að réttri líkamsbeitingu og hversu miklu máli skiptir að breyta um líkamsstöður við kyrrsetuvinnu.

Nú eru allir komnir í orkugírinn
Októbermánuður einkennist af orku og lífsþrótti. Fólk stundar orðið reglubundnar æfingar samhliða vinnu. Margir hafa sett sér ýmis góð markmið innan vinnuumhverfisins. Til dæmis að standa meira við vinnu sína. Nota tröppurnar í stað lyftu. Ganga á milli starfsstöðva í stað þess að senda netpósta eða hringja í viðkomandi. Allt er þetta af hinu góða og eykur lífsgæðin til muna.

Nóvember er hálfmaraþon
Í nóvember spýta menn í lófana. Hér er yfirleitt allt á suðupunkti. Verkefnin blómstra sem aldrei fyrr. Það skal ná að ljúka öllu fyrir árslok. Einnig er verkefnaöflun í fullum gangi hvað varðar nýtt ár. Förum samt ekki fram úr okkur. Hafið að leiðarljósi jafnvægi á milli vinnu og heimilis. Hér er gott að fara í nudd og tilvalið að hlýða á fyrirlesturinn "Streitustjórnun".

Gleðileg jól
Í desember er farið að sjá fyrir endann á námskeiðahaldi og verkefnaskilum. Nú mega menn ekki sofna á verðinum hvað varðar hreyfingu og hollt mataræði. Þrátt fyrir að jólin séu í nánd þá skulum við halda út og stilla fókusinn. Í þessum mánuði er æskilegt að muna að vera í núinu.