Confirm domain ownership
top of page
Search

1klst á floti jafnast á við 4klst svefn!

Þegar líkaminn flýtur verður hann þyngdarlaus og áhrif þyngdaraflsins minnkar álagið á taugakerfið og vöðvana.

Flot örvar og nærir orkuflæði líkamans og losar út neikvæð áhrif streitu.


Hlustaðu á heilsumínútur á FM957.

Flot hentar flestum vel. En flotmeðferð og slökun hefur verið að gefa góða raun fyrir fólk sem er að kljást við streitueinkenni og svefnleysi, og einnig fyrir fólk sem er með gigt og stoðverki. Þungaðar konur hafa einnig fundið árangur af flotmeðferð sökum þyngdarleysis í vatninu.


Það er búið að rannsaka það að ein klukkustund á floti jafngildir um það bil fjögurra klukkustunda svefni.

Þetta sést þegar heilabylgjur eru skoðaðar.


Þegar við erum við það að sofna fer heilinn í ástand sem kallast þeta.

Þeta er slökunarástand þar sem heilinn tengist sterkar undirmeðvitundinni og ýmiss konar úrvinnsla fer í gang.

Hægt er að ná þessu ástandi í hugleiðslu en það þarf oftast margra ára þjálfun til.



Flotið aftur á móti örvar mjög fljótt þessar heilabylgjur. Þetta getur m.a. haft mjög góð áhrif á þá sem eru í skapandi vinnu. Rannsóknir hafa einnig sýnt að flotið eykur tenginguna á milli hægri og vinstri heilahvela.

Vinstra heilahvelið tengist rökhugsun og skipulagi, eða því sem við notum einna mest dagsdaglega, á meðan hægra heilahvelið tengist meira sköpun og heildrænni hugsun.

Með því að stunda flot, þar sem við látum okkur fljóta, getum við því virkjað heilastarfsemina meira en okkur grunar.


Mikilvægasti parturinn er að fljóta með sjálfum sér og detta inn í sína eigin kyrrð.

26 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page