Confirm domain ownership
top of page
Search

Að standast væntingar annarra korter í jól!

Jólin eigi að vera hátíðlegur tími - eða það finnst okkur flestum, ekki satt!

Við eigum að vera að fagna tíma ljóss og friðar og njóta.

En staðreyndin er sú að þessi tími reynist mörgum erfiður.


Ásgerður ræddi stress korter í jól í Heilsumínútum hjá Ósk á FM957.

Hlusta má á viðtalið hér:

Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að mörgum finnst desember mánuður erfiður tími. Sumir finna fyrir streitu af ýmsum orsökum;

Það getur verið of mikið vinnuálag, fjárhagsáhyggjur, veikindi, erfiðar fjölskylduaðstæður, einmanaleiki og fleira.


Í amstri dagsins er ekki gott að lenda í þeirri gryfju að finna fyrir löngun til að standast væntingar annarra í kringum okkur.


Það eru allir löngu búnir að skreyta garðinn sinn og heimilið í hólf og gólf.

Það eru allir að spyrja, ertu ekki búin að kaupa allarn jólagjafirnar?

Ég er búin að pakka öllu inn, það allt klárt og ég er líka búin að gera öll heimilisþrif.

Ooog ég er löngu búin að kaupa öll jólafötin á krakkana, en þú?

Ertu ekki búin að versla inn allan jólamatinn? Ég sá að það var svo lítið eftir af öllu hangikjöti og hamborgarahrygg! Ahhh ég er svo fegin ég líka búin að baka sörurnar, heimalagaða ísinn, og þetta og hitt!En hver setur allar þessar reglur?

Já það góð spurning. Kannski eymir enn af gömlum hefðum. Það muna eflaust margir eftir alsherjar hreingerningunni, heimagerðu og útskornu laufabrauði og 17 sortum af smákökum.

Í nútímaþjóðfélagi gerum við okkur sjálfum illt verra með því að gera ráð fyrir að aðrir hafi ákveðnar væntingar til okkar eða að við séum að hegða okkur gegn lífsgildum okkar.


En af hverju erum við að gera óraunhæfar kröfur til okkar sjálfra?

Þegar öllu er á botnin hvolft getur desembermánuður farið að snúast í andhverfu sína.

Hlustaðu á þína innri rödd og hættu að einbeita þér að því hvað aðrir eru að gera eða að segja þér hvað þú ættir að vera að gera.

Haltu þig við listann þinn hverju sinni og framkvæmdu hann á þínum hraða – á þínum forsendum.


Vinnuheilsa óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla.


31 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page