Confirm domain ownership
top of page
Search

Af hverju er ég svona orkulaus?

Writer: VinnuheilsaVinnuheilsa

Margir glíma við orkuleysi og velta því oft fyrir sér þessari spurningu.

Það má segja að við búum á hjara veraldar og því hafa birtuskilyrði og veðráttan áhrif.

Hlustaðu á útvarpsviðtal hér að neðan: Ósk Gunnars á FM957

Orkuleysi getur stafað af svo mörgu en til hvaða bragðs getum við meðal annars gripið til að auka innspýtinguna?


Hefu þú velt fyrir þér að líkaminn gæti ef til vill þurft aukið magn ýmissa næringarefna til að mæta aukinni orkueftirspurn. Það gæti verið komin tími á að leggja inn á vítamín tankinn.


En hvaða vítamín eru það sem spila mikilvæg hlutverk í orkuvinnslu líkamans?

Sem dæmi má nefna:

  • B12-vítamín stuðlar að eðlilegri orkumyndun, vinnur gegn þreytu og stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfis.

  • Kóensím Q10 eða ubiquinone tekur þátt í eðlilegri starfsemi hjartans og er nauðsynleg til að frumur geta framleitt orkuefnið ATP. Q10 er einnig öflugt andoxunarefni og verndar þannig m.a. himnur hvatbera.

  • D-vítamín stuðlar að eðlilegri úrvinnslu kalks og viðhaldi beina og tanna, styrkir ónæmiskerfið og stuðlar að eðlilegri vöðvastarfsemi

  • Burnirót og síberíuginseng hafa verið notaðar í hundruðir ára vegna orkugefandi og orkujafnandi eiginleika þeirra.

Svo er alltaf hægt að bæta við fjölvítamínum eða einstaka vítamínum, t.d. ef maður er gjarn á að fá umgangspestir, finnur fyrir fyrirtíðarspennu eða breytingarskeiðseinkennum?

Rannsóknir hafa bent til þess að

  • Sólhattur úr jurtaríkinu efli ónæmiskerfið og geti bæði hjálpað til við að koma í veg fyrir veikindi og stytta tíma veikinda.

  • Rauðsmári er þekkt lækningajurt sem notuð hefur verið í aldanna rás vegna hormónajafnandi áhrifa.

Mörgum finnst mikið vesen að vera með mörg glös af vítamínum, þ.e.a.s. opna þau öll, alla morgna til þess að taka þau inn?

Þá eru til góð ráð, eins og t.d. að

  • Kaupa vikuhylki og deila vítamínum fyrir hvern dag út vikuna.

  • Það er líka komið á markað eitthvað sem heitir ORKA frá númereitt.is Kassinn inniheldur 30 stk dagspakka sem auðvelt er að taka með sér hvert sem er. Hver poki er 1 dagsskammtur.

Vinnuheilsa mælir einnig með

  • að þú flýtir þér hægt og nærir þig heilsusamlega

  • hreyfir þig reglubundið, farir snemma í háttinn og náir helst 8 klst svefni

  • svo er alltaf líka gott að muna að með jákvæðni að leiðarljósi og sól í hjarta er ekki yfir neinu að kvarta :)

Gangi þér vel!



 
 
 

Comments


bottom of page