Confirm domain ownership
top of page
Search

Af hverju hjóla?

Writer's picture: VinnuheilsaVinnuheilsa

Updated: May 10, 2022

Það eru nokkrar góðar ástæður fyrir því að fara út að hjóla!

Með því að velja hjólið til að komast á milli staða hafa þúsundir manna komist að því að hjólreiðar hjálpa til í baráttunni við aukakílóin án megrunar.


Peningasparnaður Að göngu frátaldri eru hjólreiðar ódýrasti fararmátinn.

Hjól eru auðvitað misdýr eins og annað, og það er eins og með bíla ef þú kaupir þér gamalt og notað hjól getur uppsafnaður kostnaður verið mikill vegna viðgerða.

Þó að hjólreiðar henti ekki til allra ferða þá eru það stuttu ferðirnar sem henta best hjólreiðum og það eru einmitt þær sem verst henta bílnum þínum, fjárhagnum og umhverfinu. Með því að hjóla á áfangastað þarftu heldur ekki að hafa áhyggjur af bílastæðagjöldum.


Tímasparnaður Um 60% af öllum ferðum innan höfuð­borgarsvæðisins eru styttri en 3 km og yfir helmingur styttri en 2 km. Hjólreiðamaður í meðalformi getur farið allt að 5-6 km vegalengd á 15-20 mínútum. Þetta er því talsvert stórt svæði, en hringur með 5 km radíus dekkar mest allt svæði Reykjavíkur innan Elliðaáa, Seltjarnarness og eldri hluta Kópavogs (Kársnesið).


Hér má hlusta á viðtal frá FM957 um efnið.


Hjólreiðar bætir heilsuna Regluleg hreyfing styrkir ónæmiskerið og getur dregið verulega úr hættunni á hjartasjúkdómum, krabbameini, offitu, öndunarfærasjúkdómum og sykursýki sem dæmi.

Fólk sem byrjar daginn með því að hjóla til vinnu eða í skóla er meira vakandi, hefur meira sjálfsöryggi og á auðveldara með að vinna úr upplýsingum og leysa verkefni. Með reglulegum hjólreiðum er auðveldara að takast á við streitu og kvíða.


Hjólað í vinnuna Ég hvet alla til að fara inná hjoladivinnuna.is en átakið heldur upp á 20 ára afmæli í ár. Átakið byrjaði 4. maí og varir til 24. maí og er haldið á vegum ÍSÍ. Gaman að geta þess að Hjólað í vinnuna heldur upp á 20 ára afmæli í ár. Með átakinu er ÍSÍ að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu í þrjár vikur í maí ár hvert.


Farðu út að hjóla og njóttu útiverunnar

Ef þú hreyfir þig reglulega, t.d. með því að hjóla til vinnu, nýtur þú hreysti á við þá sem eru tíu árum yngri. Það eru auðvelt að hafa stjórn á því hversu mikið þú leggur á þig. Ef þú ert dottinn úr formi og langar að komast í form geta hjólreiðar verið frekar átakalaus og ákjósanleg hreyfing. Settu upp hjálminn, klæddu þig eftir verðir og farðu út að hjóla :)


103 views0 comments

Recent Posts

See All

Opmerkingen


bottom of page