Confirm domain ownership
top of page
Search
Writer's pictureVinnuheilsa

BRAK Í LIÐUM

Af hverju brakar í liðum Utan um öll liðamót, þar sem tvö eða fleiri bein mætast, er liðpoki úr bandvef sem tengir beinin. Innst í liðpokanum er liðvökva sem fyllir liðholið. Hlutverk liðvökvans er að smyrja snertifleti beinanna, minnka núning í liðnum og næra brjóskhimnur beinanna. Hlusta á viðtal. sjá hér neðar!

Hvað er það sem gæti helst verið að framkalla brakhljóð Þegar við liggjum of lengi eða sitjum of lengi, hvort sem er fyrir framan sjónvarpið, tölvuna eða fyrir fram stýrið í bílnum finnum við gjarnan fyrir stirðleika og það jafnvel brakar í okkur þegar við stöndum upp. Við mikla kyrrsetu getur sú staða komið upp að við séum að reyna á ákveðna liði, þannig að við færum liði úr eðlilegri stöðu og við það teygist á liðpokanum. Við það eykst rúmmál liðpokans og það geta myndast holrúm eða loftbólur (sem eru að mestu úr koltvísýringi). Þegar liðurinn gengur í samt lag aftur þá falla loftbólurnar saman eða eins og við myndum segja loftbólurnar springa. Það er einmitt hljóðið sem við heyrum – líkt og brak. Hljóðið myndast þegar gasið losnar úr vökvanum og/eða þegar holrúmin falla saman. Er óhollt að láta braka sjálfur í fingurliðum Sú saga sem er mest lífseig, er að brak í liðum geti leitt til liðagigtar. Niðurstöður rannsókna sýna að reglulegt puttabrak getur haft slæm áhrif á liðamótin þó það leiði ekki til liðagigtar. Bent hefur verið á að þegar látið er smella í liðamótum sé verið að færa liðinn í óeðlilega stöðu og teygja á liðböndunum, en styrkur liðbandanna skiptir miklu til að halda beinendunum saman. Einhver góð ráð og forvörn Það má gjarnan taka bætiefni á borð við Kalsium, Magnesium, Zink og Nutrilenk svo dæmi séu tekin. Sjúkraþjálfun og kírópraktor koma líka afar sterk inn.

En það sem kostar ekki neitt og smyr liðina hvað best er reglubundin hreyfing. Byrjaðu á því að gefa þér tvær mínútur á hverjum morgni, um leið og þú stígur fram úr rúminu til að stunda liðkandi teygjuæfingar. Morgunstund gefur gull í liðina 😊



110 views0 comments

Recent Posts

See All

コメント


bottom of page