Macros er annað orð yfir hitaeiningar.

Hugmyndafræðin gengur út á það að vigta og skrá niður allt sem við borðum yfir daginn og vinna með ákveðin grömm af næringarefnum. Að nota macros snýst um að borða ákveðið magn af próteini, fitu og kolvetnum yfir daginn í samræmi við markmiðin þín, hvort sem að það sé að léttast, þyngjast, bæta vöðvamassa eða annað.
Þarf maður ekki að vera agaður til þess að vigta matinn sinn daglega?
Jú þetta er töluverð vinna til að byrja með, appið MyfitnessPal hefur reynst ótrúlega gagnlegt fyrir marga. En smám saman lærist þetta. Þú getur skráð þig á námskeið eða fengið þér þjálfara sem reiknaði út hversu mikið þú mátt eða átt að borða miðað við þína orkuþörf.
Það eru líka komnir veitingastaðir sem bjóða upp á macros mataræði.
En aðeins til að skilja þetta betur. Hvað gera orkuefnin kolvetni, prótein og fita fyrir okkur? Kolvetni gefa okkur m.a. trefjar og eru góður orkugjafi. Prótein hjálpar okkur að byggja upp og viðhalda vöðvamassa og halda okkur mettuðum lengur. Fita hjálpar okkur að stjórna hormónum í líkamanum.
Þarf ekki heildarneysla okkar að vera í samræmi við orkuþörf? Jú vissulega, fer eftir því hvort við hreyfum okkur lítið eða mikið og það þarf einnig að huga að samsetningu fæðunnar.
Skv embætti landlæknis er æskilegt að um ca 50% af orkunni komi úr kolvetnum,
ca 15% úr prótínum & ca 35% úr fitu Er samsetningin eitthvað örðuvísi skv. Macros? Já, þá er þunalfingursreglan þessi ca 40% af orkunni komi úr kolvetnum, ca 30% úr prótínum & ca 30 % úr fitu
Í macros er hlutfall próteinsneyslu hærra á kostnað neyslu á kolvetnum. Það er einmitt vegna þess að þau halda okkur mettuðum lengur og byggja upp vöðvamassa.
Hvað má þá aðallega borða skv macros hugmyndafræðinni? Mesta snilldin við að telja macros er að það er ekki bannað að borða neitt. Ef það passar inn í þau hlutföll sem hentar þinni orkuþörf, þá getur maður borðað það.
Macros er ekki átak heldur heilbrigður lífsstíll! Þetta gengur út á það að borða hollt 90% af tímanum, leyfa sér eitthvað sem manni langar í inn á milli og hafa fjölbreytni í mataræðinu.
Hlusta hér:
Comments