Confirm domain ownership
top of page
Search

Gerum eitthvað spes í des.

Manstu þegar jólahátíðinni lauk í fyrra og þú hugsaðir með þér að „næstu jól mun ég...“

Mun ég hvað....:) Við látum sömu hlutina alltaf koma okkur jafn mikið á óvart.


Hlustaðu hér: Heilsumínútur með Ásgerði Guðmunds. frá Vinnuheilsu hjá Ósk Gunnars. á FM957.

Það er tvennt sem ég mæli með að þú gerir.


Fyrir það fyrsta, byrjaðu á því að finna fram dagatal fyrir desembermánuð.

Þú ert pottþétt með langan lista í höfðinu yfir það sem þú þarft að gera fyrir jólin.


Varðandi þá liði sem kosta, gerðu gróflega kostnaðaráætlun.

Merktu svo samviskusamlega inn spes daga á desember dagatalið, og vertu búin að klára að versla allt fyrir 3ja í aðventu.

Listinn gæti innihaldið jólagjafir, föt, jólaglingur, jólapappír og þess háttar.


Svo er það listi yfir viðburði. Það er mjög mikilvægt að merkja þá af kostgæfni inn á dagatalið. Þeir sem eru með lítil börn og barnabörn ættu að forgangsraða listanum vel svo við keyrum okkur ekki út.

Lítil kríli verða oft stressuð fyrir jólin. Þau finna á sér ef forráðamenn verða rafmagnaðir.

Spes-góðar hugmyndir fyrir heimaföndur og skreytingar við pipakökur og bakstur fást gjarnan á appinu Pinterest.


Í öðru lagi gerðu eitthvað spes fyrir þig.

Ég er að vinna mikið með NIKURA ilmkjarnaolíur þessa dagana. Ég verslaði gjafasett í Fræinu í Fjarðarkaup, sem inniheldur 8 tegundir af NIKURA ilmkjarnaolíum. Olíurnar eru 100% hreinar og þær vinna í heild að andlegri jafnt sem líkamlegri betri líðan.

Ég er að ýta þessu að allri stórfjölskyldunni og nota olíurnar á ýmsa vegur.


Ég set t.d. nokkra dropa í ískalt vatn og vindi þvottapoka eða lítið andlitshandklæði upp úr vatninu og legg yfir enni og augu í 5-10 mín og tek slökun í leiðinni.

Þetta virðist vera smitandi því nú eru komnir fleiri þvottapokar í gagnið fyrir aðra fjölskyldumeðlimi.

Ég hef bætt ilmkjarnaolíu út í sturtusápuna okkar sem gerir heilmikið fyrir húðina.

Þegar ég þvæ rúmfötin okkar set ég einnig nokkra dropa út í sápuhólfið í þvottavélinni. Algjör snilld því ilmurinn hefur róandi áhrif.

Góðar stundir. Gerum eitthvað spes í des.

59 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page