Confirm domain ownership
top of page
Search
Writer's pictureVinnuheilsa

Góð ráð gegn jólastressi og kvíða hjá börnum.

Hátíðirnar eru skemmtilegur og ánægjulegur tími en getur líka verið mjög annasamur.

Hátíðarstreita og kvíði hjá börnum getur sprottið upp.


Það er ýmislegt skemmtilegt í gangi, bæði heima fyrir og í skólanum. Og þó að það geti verið af hinu góða, þá er raunveruleikinn sá að allt þetta ys og þys þýðir að tímasetningar geta raskast, svefntímar eru færðir til baka og venjur truflast.

Þar af leiðandi er óhjákvæmilegt að krakkar geti fundið fyrir hátíðarstreitu.



Hlusta hér: Heilsumínútur með Ásgerði Guðmunds frá Vinnuheilsu hjá Ósk Gunnars á FM957.

Nokkur góð ráð til að draga úr hátíðarkvíða hjá krökkum

1. Besta leiðin fyrir foreldra til að aðstoða við að draga úr kvíða hjá börnum yfir hátíðirnar er að reyna að viðhalda rólegu tempói og slaka á eins mikið og mögulegt er. Það er eins og með svo margt annað, það hefur áhrif hvernig foreldrar takast á við tímaþröng og streituvaldandi hluti, það getur gefið tóninn hvernig börnin munu haga sér.


2. Forðastu að fara með barnið þitt á staði, eins og í verslunarmiðstöðvar eða hátíðarsamkomur, þegar það er svangt eða þreytt. Það er erfitt, jafnvel fyrir fullorðna, að takast á við hávaða og mikla örvun þegar þeim líður ekki sem best.


3. Fylgstu með hvað börnin eru að borða. Í öllu annríkinu getur skapast skortur á tíma til að setjast niður að reglubundnum máltíðum. Þá verður gjarnan skyndibiti fyrir valinu og fyrir vikið borða krakkar gjaran meiri sætindi og minna hollan mat, sem getur stuðlað að kvíða og streitu.


4. Prófaðu að pakka inn hollu nesti þegar þú þarft að versla eða fara í langa viðburði og reyndu að lágmarka sætindi. Bjóddu upp á hollt snarl, eins og ávexti og grænmeti skorið niður í puttamat, niðurskorin ost eða hafrakex ef mögulegt er. Reyndu eftir fremsta megni að takmarka smákökur, sætindi og nammi.


5. Fáðu barnið þitt til að hreyfa sig. Ferskt loft og hreyfing eru nauðsynleg til að efla skapið og endurstilla andann, sem getur dregið úr hátíðarstreitu og kvíða hjá börnum. Gakktu úr skugga um að þú takir frá tíma til að fara út að hlaupa um og leika með barninu eða börnunum þínum.


6. Forðastu að plana um of. Nokkrir atburðir í viku geta verið í lagi, en að hafa skyldur á hverjum degi getur leitt til streitu og kvíða á hátíðardögum hjá börnum. Eins freistandi og það kann að vera að þiggja öll boð frá vinum og fjölskyldu, reyndu að takmarka hátíðarveislur þínar og athafnir svo að þú og barnið þitt verði ekki gjörsamlega búin á því.


Góðar stundir <3

55 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentarios


bottom of page