Confirm domain ownership
top of page
Search

Heilsufrétt

Heilsufrétt Verslunarmannahelgarinnar!


Stöðuverkir í hálsi geta stafað af nokkrum þáttum.

Eitt af því sem Vinnuheilsa ætlar að fjalla um hér er notkun snjallsíma og fartölvu. Nánar tiltekið hvernig við horfum á skjáinn á þessum tækjum.


Mynd til vinstri sýnir ýkta framhöfuðstöðu við notkun snjallsíma.

Mynd til hægri sýnir hvernig álagið getur aukist, eftir því hvað við horfum mikið niður og hversu lengi við höldum stöðunni.




Nánari útskýring:

  • Höfuð okkar vegur að meðaltali um 4,25 kg.

  • Þegar höfuð er í uppréttri stöðu (kallað hlutlaus staða) vega 4,25kg rétt á hryggjasúlunni og veldur þar af leiðandi núll (0) álagi.

  • Þegar við beygjum höfuð fram allt um 15 og upp í uþb. 60 gráður, margfaldast þyngdin á höfðinu okkar allt frá tvisvar upp í fimmfalt sinnum (2-5x)

  • --> 15°-12kg, 30°-18kg, 45°-22kg, 60°-27kg

  • og getur þar af leiðandi valdið töluverðum stoðverkjum, sem geta aftur leitt til krónískra verkja líkt og spennuhöfuðverkur og vöðvabólga.

  • Í sumum tilfellum fer fólk, allt frá unglingum og upp í fullorðna, að þróa með sér svo kallaðan "herðakistil". Í grófum dráttum er það bólgumyndum á svæðinu milli síðasta hálsliðar og fyrsta brjóstliðar (C7/Th1).


Hvað er til ráða?

  • Haldið skjánum í augnhæð

  • Notið heyrnartól eða "earpods"

  • Gerðu eftirfarandi æfingu daglega.

  • Setjið hendur í húrrastöðu (olnbogar í 90°út frá öxlum og framhandleggir vísa upp.

  • Dragið herðablöð saman og haldið á meðan talið er hægt upp að fimm

  • Slaka. Endurtekið 3x

Við þetta nærð þú að slá margar flugur í einu höggi:

  • Staðsetur eyru fyrir ofan axlir

  • Virkjar vöðva á milli herðablaða

  • Teygir á brjóstvöðvum

  • & virkjar djúpöndun sem er streitulosandi


Gangi þér vel!

26 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentários


bottom of page