Confirm domain ownership
top of page
Search

Hvað gerir djúpsvefn fyrir okkur?

Svefn gefur líkamanum tækfæri til að hvílast og endurnýja sig og styrkir ónæmis- og taugakerfið. Án svefns er heilinn ófær um að skapa og halda utan um minningar og vinna úr tilfinningum og hugsunum. Hlusta á útvarpsviðtal á FM957 hjá Ósk Gunnars hér neðar.

Við förum í gegnum 5 svefnstig á ca 90 mín fresti yfir nóttina. Eitt af þessum stigum er djúpsvefninn en hann er ríkjandi fyrri hluta nætur og er okkur afar mikilvægur. Það telst mjög gott er við náum samanlögðum 90 mínútna djúpsvefni yfir nóttina.


Djúpsvefni:

- gefur tilfinningamiðstöð heilans möguleika á að hvílast, svo við verðum jákvæð og upplögð þegar við vöknum

- hefur áhrif á að vöðvauppbygging eigi sér stað,

- hefur áhrif á að frumur endurnýja sig og sogaæðakerfi heilans virkjast og nái að hreinsa burt eiturefni sem safnast upp í vöku

- temprar hormón sem stjórar hungurtilfinningu en það hjálpar okkur að borða hæfilega og hafa stjórn á þyngdinni

- losar okkur við andoxunarefni sem hjálpa til við að gera við frumur og minnka bólgur

- losar vaxtarhormón sem vinnur gegn frumuskemmdum og styrkir bein og vöðva


Svefnskortur: - eykur líkur á heilsukvillum svo um munar, má þar nefna þunglyndi, hjarta- og æðasjúkdóma, offitu, sykursýki og of háan blóðþrýsting.


Það er óumdeilt að svefn er lífsnauðsynlegur, grunnstoð líkamlegrar og andlegrar heilsu.

Þrátt fyrir að flestir viti þetta, gefa fæstir sér nægan tíma til að sofa.

Áhrif svefns á vinnuframlag og andlega líðan eru ótvíræð, en því miður venjast margir því að vera aldrei úthvíldir. Viðvarandi þreyta, einbeitingarskortur og skapsveiflur verða hluti af daglegu lífi, svo einstaklingurinn nýtur sín í raun aldrei til fulls, jafnvel þó hann geri sér ekki grein fyrir því.


Förum fyrr að sofa. Svefn er dyggð.


66 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page