Eitthvað sem allir geta tekið þátt í. Hlustaðu á viðtal hér:

Vinnuheilsa mælir með appinu Strava.
Þar getur þú tekið þátt í alls kyns áskorunum, hvort sem um ræðir ganga, skokka, fjallganga, hjóla, synda eða ræktin. Þá ræður þú hvort þú miðar við vegalengdir, tímalengdir eða hækkun.
Þetta er afar einfalt. Þegar þú hefur náð í appið, þá er stika neðst á skjánum sem inniheldur fimm hnappa. Home, Maps, Records, Groups & You. Þú ferð inn í Groups og þaðan inn í Challenges og velur það sem hentar þér.
Þú getur búið til þinn eigin hóp fyrir þig og vini þína og kallað hann t.d. Fimm toppar.
Þá gengur markmiðið út á "samtals vegalengd" og að "ganga fimm fjöll" - það má t.d. miða við helgarnar í júlímánuði.
Byrjaðu á því að skrá hjá þér fimm mismunandi fjöll.
Ef þú býrð á stór Reykjavíkursvæðinu þá eru eftirtaldar leiðir afar vinsælar:
Búrfellsgjá
Úlfarsfell frá Skarhólabraut
Grímannsfell upp að Stórhól
Helgafell
Esjan upp að Steini
Himnastiginn í Kópavogi er líka góð leið til að byrja að æfa góða hækkun.
Það er líka vinsælt að velja sér fimm vötn.
Þá má til dæmis nefna:
Hvaleyrarvatn
Vífilsstaðavatn
Rauðavatn
Reynisvatn
Gróttuhringur
Vinsælar júlíáskoranir inn á Strava
Hægt er að haka við eins margar áskoranir og maður vill, en vertu raunsær!
Ganga samtals 50 km
Hlaupa samtals 5km, 10km, 50km, 100km
Hjóla samtals 100km svo dæmi séu nefnd
Góðar ábendingar.
Hafðu gaman af þessu. Ef þú nærð ekki öllum markmiðunum, þá nærðu þeim bara í næsta mánuði. Það að þú sért að hreyfa þig meira og koma þér í betra form en mánuðinn á undan er það sem telur.
Þegar þú ert að æfa fyrir fjallahlaup er mikilvægara að æfa niðurhlaup heldur en upp, á niðurleiðinni klárar fólk á sér lærin og þá fara hnén að meiðast.
Góður skóbúnaður er aðalatriðið. Gott er að hafa meðferðis litla vatnsflösku í léttum bakpoka, 1 stk orkubar eða skvísu. Sólarvörn á nebbann er must (ef sólin skín), velhlaðinn sími og góða skapið.
Gangi þér vel :)
Comments