Confirm domain ownership
top of page
Search
Writer's pictureVinnuheilsa

Eru kuldaböð að gera sig?

Ísmaðurinn

Wim Hof, oft kallaður ísmaðurinn, glímdi í langan tíma við þunglyndi, leið illa bæði andlega og líkamlega, var orkulaus alla daga og fann ekki tilgang með lífi sínu. Hann byrjaði að stunda ísböð og samkvæmt honum gaf það honum lífskraft og breytti lífi hans til muna. Helsta leynivopn söngkonunnar Madonnu eru ísböð.


Hvernig er best að byrja að stunda kuldaþjálfun?

Win Hof vill meina að allir geta reynt við kuldaþjálfun, þó sumum hrylli við því.

Í kuldaþjálfun notaðar hann öflugar öndunaræfingar til að búa líkamann undir kuldann, til þess að við getum tekið betur á móti kuldanum og verðum meðvitaðari um líkamann. Kuldameðferð getur verið í formi kaldrar sturtu eða með því að fara í kaldan pott, eins og er að finna í mörgum sundlaugum nú til dags. Það eru til ótal myndbönd inn á youtube sem hægt er að skoða og fylgja æfingum. Hér er ein reynslusaga!


Hver gæti ávinningurinn verið við kuldaþjálfun?

dregur úr harðsperrum í líkamanum,

dregur úr bólgum og mígreni,

hjálpar líkamanum að brenna fitu,

eykur framleiðslu endorfíns,

hefur jákvæð áhrif á liðina,

deyfir sársauka og dregur úr verkjum

aukin orka,

minna stress,

sterkara ónæmiskerfi,

fljótari endurheimt eftir æfingar,

betri einbeiting,

góð áhrif á taugakerfið,

bættur svefn,

aukið blóðflæði sem kemur í veg fyrir stíflaðar slagæðar,

gott fyrir húðina og hárið,

bætir hjarta- og æðakerfið


Sem sagt kuldaþjálfun er allra meina bót, byrjum hægt og rólega. Æfingin skapar meistarann!



205 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page