Það má segja að versti óvinur tölvumannsins sé fartölvan. Af hverju?
Jú það er vegna þess að þú rýnir of mikið niður þegar þú horfir á fartölvuskjáinn og það getur haft ansi margar slæmar afleiðingar í för með sér.
Hlustaðu hér: Heilsumínútur með Ásgerði Guðmunds. frá Vinnuheilsu hjá Ósk Gunnars. á FM957.
Vert er að gefa sér 60 sekúndur á klukkustundarfresti til þess að standa upp frá tölvuvinnunni og teygja á stífum vöðvum.
Uppáhalds teygjuæfing Ásgerðar er þessi: Réttu vel úr þér. Færðu síðan hendur upp í húrrastöðu og færðu olnboga eins
langt aftur fyrir þig og þú getur með því að draga herðablöðin saman. Myndaðu eins konar "W" með höndunum. Endurtaktu nokkrum sinnum.
Gangi þér vel!
Comments