Mikilvægt er að kunna að stilla skrifborðsstólinn sinn. Um leið og þú kannt það, þá finnur þú þörf hjá þér að stilla hann jafnvel nokkrum sinnum á dag.
Á flestum stólum eru sveifar vinstra og hægra megin við stólsetuna.
Þessar sveifar þjóna mismunani tilgangi.
Mikilvægt er að hræðast ekki þessar sveifar.
Yfirleitt er þetta þannig að aftasta svefinn á við stólbakið. Lyftu upp og breyttu fram- og afturhalla eftir þörfum.
Miðsveifin hækkar og lækkar stólinn í hæð.
Fremsta sveifinn stilli fram- og afturhalla stólsetunni. Saama sveif (ef ekki sama sveif, finndu þá þessa á þínum stól) er mikilvæg upp á að nýta skrifstofustólinn sem eins konar "ruggustól". Þá situr þú "aktiv/ur" í stólnum.
Á flest öllum stólum er sveif, annað hvort til hliðar eða undir stólsetunni, sem stillir mótstöðuna í stólnum. En þú stillir mótstöðuna með tilliti til þyngdar þinnar. Þett er mikilvægt að stilla rétt er þú notar stólinn sem "ruggustól". Einnig er í flestöllum tilvikum hægt að stilla dýptina á stólsetunni.
Við höfum jú öll mismunandi þarfir og verðum að kunna að stilla stólinn okkar til þess að koma í veg fyrir stoðkerfisverki. Kannt þú á stólinn þinn?
Comments