Sumir ganga það langt og segja að tungan sé nákvæmur spegill að heilsu hvers og eins.
Einhverjir hafa heyrt um Dr. Gillian Mc Keith en hún segir að tungan okkar sé nokkurs konar gluggi líffæranna. Það er merki um að eitthvað sé að er þegar að tungan er annað hvort mikið rispuð, með djúpa skurði, þykka himnu, bólgin, með rauða bletti eða sár eru á tungunni. Ásgerður ræddi tunguna í Heilsumínútum hjá Ósk á FM957.
Hlusta má á viðtalið hér:
Ef rispa liggur eftir miðri tungunni, sem ekki nær fram á tungubroddinn, merkir það veikbyggðan maga og að meltingin sé ekki eins og hún á að vera.
Ef tungan er ójöfn á hliðunum, með tannaför, er það merki um næringarskort.
Ef tungan er aum er það öruggt merki um næringarskort og þá oftast skort á járni og B-vítamíni.
Ef þú hefur brunatilfinningu í tungunni er það merki um skort á meltingarsýrum í maga.
Ef tungan er bólgin og jafnvel með þykka, hvíta skán, þá er of mikið slím í líkamanum. Það sýnir líka að það er skortur á góðri gerlaflóru og sennilega er of hátt hlutfall af gersveppum.
Það hljómar ekkert verr en hárug eða loðin tunga. Þá er yfirborð tungunnar þakið litlum þráðlaga sveppum. Þessi sveppur er meðal annars búin til úr sama próteini og hár. Háruga eða loðna tungu má rekja til einhvers konar sýkingu eða þurrk í munni.
Rauður tungubroddur aftur á móti er merki um tilfinningalegt áfall, mikla streitu eða tilfinningalegt álag.
En hvernig lítur þá tungan út í heilbrigðu ástandi? Í góðu jafnvægi, er tungan bleik eða fölrauð á litinn, mjúk og ofurlítið rök. Næfurþunn, hvít slikja er eðlileg.
Hvað má gera til að viðhalda henni í góðu ástandi? Til dæmis má nota bakhliðina á tannburstanum okkar til að bursta tunguna. Einnig má kaupa í öllum helstu apótekum svokallaða tungusköfu. Með því að skafa í burtu hvítu húðina eða kaffi eða ajfnvel tóbak af tungunni, minnkar þú andfýlu og getur komið í veg fyrir tannholdssýkingar og fleira.“
Comentários