Confirm domain ownership
top of page
Search

Ráð til að rífa sig upp úr sófanum

1. skref. Láttu sem flesta vita að þú sért að byrja að hreyfa þig reglubundið! Að æfa með einhverjum gefur þér einnig helmings meiri líkur á því að þú haldir þig við efnið. Þá kemstu líka hjá því að finna upp kunnulegar afsakanir til þess að kjósa sófann.

2. skref. Settu niður á blað allt það sem þér og ykkur finnst skemmtilegt að gera (fara út að ganga/hlaupa/ganga á fjöll, fara í ræktina/synda/hjóla/skíða…)

3. skref. Það er ekki nóg að tala eða hugsa um hlutina. Þú verður að skrifa niður áætlun fyrir vikuna og gera þér raunhæf markmið. Dæmi: - Hlaupaæfing: mán og mið kl. 06-07 eða kl. 18-19 - Styrktaræfing í líkamsr.stöð í þínu nærumhverfi: þrið og fim kl. 17:30 – 18:30 - Ganga í hádeginu með vinnufélögunum: mán-fim kl. 12-12:30 - Val: Yoga, styrktaræfing, fjallganga eða skíði lau eða sun. Farið af stað kl. 9:30

4. skref. Taktu til í öllu æfingadótinu þínu og sorteraðu vel. Hafðu allt klappað og klárt daginn áður. Alltaf! Þá erum við að tala um Föt, skór, vatnsbrúsi, næring, tónlist o.þ.h.

5. skref. Hafðu gleðina að leiðarljósi. Hreyfing ýtir einhverju dásmlegu af stað. - Hreyfing dregur m.a. úr streitu, kvíða og þunglyndi. - Hreyfing eykur m.a. vellíðan, bætir svefn og ýtir undir meðvitund um hollari næringarkosti. BYRJAÐU NÚNA

Vittu til, þú ferð fljótt að finna fyrir aukinni hreyfiþörf og á endanum er hreyfing orðin lífsstíll.


Vinnuheilsa óskar þér góðs gengis!112 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page