top of page
Search

Vinnutengd vöðvabólga?

Eru vinnudagarnir langir? Einkennist vinna af mikilli skjávinnu? Er lítill tími til hreyfingar? Þessum spurningum er svarað játandi af allt of mörgum!


Vöðvabólga í hálsi, öxlum og mjóbaki getur dregið úr einbeitingu, valdið vanlíðan og haft áhrif á vinnuafköst. Hvað getum við gert sjálf?

Hér eru 5 einföld ráð sem geta hjálpað þér að draga úr spennu og verkjum:

1. Hreyfðu þig örlítið á 30 mínútna fresti: Þú þarft ekki að fara í ræktina – það getur dugað að standa upp og ganga um eða teygðu úr þér.

ree

2. Stilltu skjáhæð og stól rétt: Skjárinn á að vera í augnhæð og stóllinn þannig að þú sitjir með u.þ.b. 90° beygju í hnjám og mjóbaki.

3. Andaðu djúpt að þér, teldu upp að fimm og slakaðu svo á kjálka og öxlum við fráöndun: Taktu nokkrar djúpar kviðöndunarþjálfun yfir daginn – það dregur úr vöðvaspennu.

4. Stattu við borðið í 15 mín - tvisvar á dag. Stilltu borðið upp áður en þú ferð í kaffi- og matarpásu. Eða skildu borðið eftir uppi í lok dags. Byrjar á því að standa á morgnanna.

5. Notaðu nuddtæki á vinnutíma: Hafðu við hendina t.d. nuddbolta. Þú ert með triggerpunkta víðar í líkamanum en þig grunar. Gott að standa og þrýsta ilinni yfir boltann.


Viltu fá úttekt á þinn vinnustað? Vinnuheilsa býður upp á fyrirlestra og fræðslu um rétta líkamsbeitingu og vellíðan við vinnu. Einnig er boðið upp á úttekt á vinnuaðstöðu starfsfólks og verklega sýnikennslu, hvort sem um er að ræða skrifstofuvinnu eða verklega vinnu.


 
 
 

Comments


bottom of page